Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 99
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
99
hámarkssamdrætti. Flestar frumnanna slökuðu
síðan á ef acetylcholine var fjarlægt úr um-
hverfinu og náðu þær að meðaltali um 60% af
upphafslengd. Allar frumurnar drógust saman
ef styrkur K+ var aukinn nægilega í umhverf-
inu þannig að fruman afskautaðist. Skýringa er
leitað á því af hverju allar frumurnar drógust
ekki saman í nærveru acetylcholine sem veldur
kröftugum samdrætti í portæð. Það gæti stafað
af skemmdum á ach-viðtökum frumnanna eða
að einungis um þriðjungur frumnanna hefði
viðtaka fyrir acetylcholine. Niðurstaða okkar
er því að þær frumur sem við notum til patch-
clamp rannsókna séu vel lifandi og bregðist við
á svipaðan hátt og frumur í vef.
V-28. Kuldavirkur alkalískur fosfatasi úr
Vibrio tegund
Jónas B. Hauksson", Ólafur S. Andrésson21,
Bjarni Asgeirsson"
Frá "Raunvísindastofnun HI, 21Tilraunastöð Hl
í meinafrœði að Keldum
Markmið þessarar rannsóknar var að finna
örverustofn sem framleiðir kuldavirkan alkal-
ískan fosfatasa, hreinsa ensímið og skilgreina
eðliseiginleika og hvötunargetu þess.
Nokkur hundruð bakteríustofnum var safnað
úr sjó við strendur íslands og þeir skimaðir
fyrir utanfrumuvirkni alkalísks fosfatasa. Kulda-
virkur alkalískur fosfatasi var einangraður úr
einum stofnanna. Stofninn var skilgreindur
sem Vibrio tegund með raðgreiningu á hluta af
16S rRNA geni og samanburði við þekktar rað-
ir. Ensímið var hreinsað í einu skrefi með því
að binda það á súlu með L-histidyldíazóbenz-
ýlfosfónik sýru og það losað af með 100 mM
púls af ólífrænu fosfati. Til að staðfesta að um
alkalískan fosfatasa væri að ræða var gerð N-
enda amínósýruraðgreining. Ensímið var hita-
næmt, helmingunartími við 40°C var einungis
sex mínútur. Ymsir eðliseiginleikar og hraða-
fræðilegir fastar hafa verið ákvarðaðir fyrir
ensímið. Hraðafastinn kcal var 23 s ' við 25°C í
1 M Tris pH 8,0, sem er fjórum sinnum hærri
tala en fékkst fyrir sambærilegt ensím úr E. coli
(6 s1)- Km var 0,17 mM fyrir alkalískan fosfat-
asa úr Vibrio tegundinni samanborið við 0,06
mM fyrir alkalískan fosfatasa úr E. coli. Búið
er að finna genið fyrir fosfatasanum í gena-
mengi Vibrio örverunnar og raðgreina það að
hluta.
Ostöðugleiki alkalíska fosfatasans við hitun
og hlutfallslega hár hraðafasti (kcat) sýna að
ensímið er kuldavirkt og vel fallið til rann-
sókna á stökkbrigðum til að kortleggja hvaða
amínósýrur eru mikilvægar fyrir kuldavirkni.
V-29. Ómega-3 fítusýran DHA. Blóð
móður og vöðvi nýbura
Guðrún V. Skúladóttir", Vera Guðmundsdótt-
ir21, Stefán B. Sigurðsson", Jóhann Axelsson",
Ólafur Ólafsson31
Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 2)rannsóknastofu
í lyfjafrœði lyfsala, 3>landlœknisembœttinu
Inngangur: Ómega-3 fitusýran dókósa-
hexaensýran (DHA) er eitt aðal byggingarefni í
fituefnum himna í frumum miðtaugakerfisins
og í stöfum sjónhimnu. Niðurstöður rannsókna
hafa sýnt að magn DHA eykst töluvert í þess-
um líffærum á þriðja trímestri meðgöngu, þeg-
ar vöxtur og þroski fósturs er mestur. Ómega-3
fitusýrur eru ríkjandi í sjávarfangi og þar sem
mannslíkaminn getur ekki búið þær til verður
DHA að berast úr fæðu barnshafandi konu í
blóð hennar, yfir fylgju og þaðan til fóstursins.
Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að DHA
gegni mikilvægu hlutverki í þroska fósturs og
ungbarna. Einnig er talið að ómega-3 fitusýrur
séu verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna, að
hve miklu leyti ómega-3 fitusýrur í fæðu á
meðgöngu hafa áhrif á hlut ómega-3 fitusýra í
vefjum afkvæmis.
Efniviður og aðferðir: í byrjun meðgöngu
var 22 ám skipt niður í tvo fæðuhópa. Annar
hópurinn fékk eingöngu hey alla meðgönguna
en hinn hópurinn fékk hey og 80 g fiskimjöl
daglega fram að burði. Blóðsýni voru tekin úr
ánum eftir eins og fjögurra mánaða meðgöngu
til fitusýrugreiningar. Vöðvasýni voru tekin úr
nýbornu lömbunum til fitusýrugreiningar.
Niðurstöður: Hlutur ómega-3 fitusýra í blóði
áa, sem fengu daglega fiskimjöl á meðgöng-
unni, var marktækt hærri og óbreyttur alla með-
gönguna borið saman við ær sem fengu ein-
göngu hey alla meðgönguna. í lok meðgöngu
jókst aftur á móti hlutur ómega-3 fitusýra í
blóði áa, sem fengu eingöngu hey. DHA í blóði
áa var eina fitusýran, sem endurspeglaðist í
lærvöðva nýborinna lamba.
Alyktanir: Niðurstöður gefa til kynna að
DHA berst frá móður yfir til fósturs.
V-30. Formúlering benzódíazepína í
sýklodextrínlausnum
Jóhanna F. Sigurjónsdóttir", Hólmfríður Guð-