Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 100
100 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 mundsdóttir21, Hákon Sigurðsson", Már Más- son", Einar Stefánsson2', Þorsteinn Loftsson" Frá "lyfjafrœði lyfsala Hl, 2)augndeild Land- spítalans Inngangur: Benzódíazepín eru samtengd lyf sem hafa slævandi verkun á miðtaugakerfið, gjarnan flokkuð sem róandi og svefnlyf annars vegar og kvíðastillandi lyf hins vegar. Nokkuð hefur verið reynt að nota sýklódextrín í lyfja- form með benzódíazepínum, en með misjöfn- um árangri þar sem mörg þeirra fléttast fremur illa við sýklódextrín. Fléttun er hægt að auka annað hvort með því að auka grunnleysni lyfs- ins (S„) eða að stækka stöðugleikastuðul flétt- unnar (Kc). Markmið þessarar vinnu var að auka fléttunina með aukningu í grunnleysni lyfsins. Þessu var náð með afturkræfri hring- opnun díazepínhringsins (það er myndun for- lyfs). Efniviður og aðferðir: Fjórar benzódíazep- ínafleiður (alparasólam, díazepam, mídasólam og tríasólam) og nokkrar sýklódextrínafleiður voru valdar til þessarar rannsóknar. Leysni lyfjanna var ákvörðuð með HPLC í lausnum með og án sýklódextrína við mismunandi sýru- stig. Útbúnar voru samsetningar af lyfjunum og sýklódextrínum við mismunandi sýrustig og frásog lyfjanna gegnum húð hárlausra músa prófað in vitro. Niðurstöður: Hringopnun díazepínhringsins er sýrustigsháð og eykst við lækkað sýrustig (undir pH 4,5). Þar sem hringopið form hefur mun meiri leysanleika heldur en hringlokað form er leysni lyfsins í vatnslausn mun meiri við lágt sýrustig. Sýklódextrín flétta bæði form- in, en hringopið form þó betur en hringlokað. I sumum tilfellum virðast sýklódextrín styðja opna formið. Með því að formúlera benzódía- zepín í vatnslausn með sýklódextrínum við til- tölulega lágt sýrustig (undir pH 4,5), næst fram veruleg leysniaukning. Við gjöf lyfjalausnar á húð eða slímhúð verður sýrustigshækkun og hringlokun sem afleiðing af því. Við það verð- ur lausnin við yfirborð húðarinnar yfirmettuð og lyfið frásogast mun hraðar inn í fitusækin lög húðarinnar. Alyktanir: Með fléttun benzódíazepína við sýklódextrín í lausnum við tiltölulega lágt pH má auka leysni þeirra verulega, svo og frásog gegnum himnur. V-31. Áhrif sýklódextrína á stöðugleika iaxakalsitóníns í vatnslausnum Jóhanna F. Sigurjónsdóttir, Már Másson, Þorsteinn Loftsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Kalsitónín er 3500 daltóna pep- tíðhormón. Það er notað til meðhöndlunar bein- þynningar, Pagets sjúkdóms og hækkaðs kals- íums í blóði. Laxakalsitónín (sCT) er mun virk- ara heldur en önnur kalsitónín (meðal annars úr mönnum) og er því fremur notað í lyf. A und- anförnum árum hefur verið sýnt fram á stöðug- leika- og frásogsaukandi áhrif sýklódextrína í peptíð- og prótínlyfjaformum. Þessi áhrif sýklódextrína hafa ekki verið vel skilgreind en leitt hefur verið líkum að því að sýklódextrín geti aukið stöðugleika peptíðsameindarinnar eða hindrað samloðun og ensímniðurbrot. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif ým- issa sýklódextrínafleiða á stöðugleika laxa- kalsitóníns í vatnslausnum. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif pCD og þCD-afleiða á efna- og eðlisfræðileg- an stöðugleika sCT í vatnslausnum við mismun- andi sýrustig og 55°C. Ahrif nokkurra sýkló- dextrínafleiða á ensímniðurbrot sCT in vitro voru einnig könnuð. Niðurstöður: Sýklódextrín hafa almennt ekki mikil áhrif á efnafræðilegan stöðugleika sCT í vatnslausn, sé sýklódextrínstyrknum haldið um og undir 5% (w/v). Áhrif á eðlis- fræðilegan stöðugleika virðast þó vera meiri. Hlaðnar sýklódextrínafleiður hvetja samloðun og úrfellingar meðan metýl-þCD og hýdroxý- própýl-þCD virðast ekki aðeins draga úr sam- loðun heldur halda einnig úrfellinum í lausn. Niðurbrot sCT fyrir tilstilli ensíma var í sum- um tilfellum minnkað með notkun sýklódextr- ína. Ályktanir: Sýklódextrín hafa almennt lítil áhrif á stöðugleika sCT í vatnslausn, en áhrifin virðast þó fyrst og fremst tengjast eðli hliðar- keðja á sýklódextrínafleiðunni. Því verður val á sýklódextríni í lyfjaform með prótínum og peptíðum að byggjast á tilraunum. V-32. Þættir sem auka fléttumyndun lyfja við sýklódextrín Jóhanna F. Sigurjónsdóttir, Már Másson, Þorsteinn Loftsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Af ýmsum ástæðum er æskilegt að nota eins lítið af sýklódextrínum og mögu- legt er í lyfjaform. Til dæmis auka sýklódextrín umfang lyfjaforma (formulation bulk) oft veru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.