Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 103
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
103
en þarf til að leysa lyfið, dregur það úr frásogi
lyfja. Þessi tvenns konar áhrif sýklódextrína
hafa hingað til ekki verið skýrð fræðilega.
Markmið: Skýra með fræðilegu líkani áhrif
sýklódextrína á frásog lyfja gegnum húð og
hálfgegndræpar himnur.
Aðferð: In-vitro frásog hýdrókortísóns gegn-
um húð hárlausra músa og himnur var mælt í
Franz flæðisellum. Hýdrókortisón var leyst, í
föstum styrk, í stuðpúðalausnum sem innhéldu
mismunandi styrk af sýklódextrínum (0 til
20%). Lausnir með lágan sýklódextrínstyrk
voru því mettaðar en í öðrum tilvikum var um
að ræða yfirmagn af sýklódextríni.
Niðurstöður: Þegar leysni hýdrókortisóns
var aukin með sýklódextrínum jókst flæði lyfs-
ins gegnum húð. Hámarksflæði var náð þegar
sýklódextrínstyrkurinn var nægjanlegur til að
leysa allt lyfið. Frekari aukning á sýklódextrín-
styrknum dró úr flæðinu. I fræðilegu líkani var
gert ráð fyrir tvennskonar hindrun fyrir flæði
lyfsins; það er vatnskenndri hindrun á yfirborði
himnunnar og fitukenndri hindrun inni í himn-
unni. Líkanið gerði ráð fyrir að hægt væri að
reikna flæðið sem fall af sýklódextrínstyrk háð
tveimur föstum. Niðurstöður útleiddrar jöfnu
féllu að mæliniðurstöðum, í flestum tilvikum
innan skekkjumarka.
Alyktanir: Sýklódextrín auka frásog vegna
þess að þau auka flæði lyfsins í vatnsfasanum.
Sýklódextrín geta dregið úr flæði vegna þess
að þau hafa neikvæð áhrif á dreifistuðulinn sem
ákvarðar dreifingu milli vatnsfasa og fitu-
kenndrar himnu.
V-37. Aðferðir til að mæla áhrif sýkló-
dextrína á niðurbrot lyfja
Már Másson, Þorsteinn Loftsson
Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ
Inngangur: Sýklódextrín eru vatnsleysanleg
hringlaga fásykrusambönd sem hafa þann sér-
staka eiginleika að þau geta myndað svokallaðar
gest-gestgjafa fléttur við lyf. Lyfið (gesturinn)
binst í holrúmið í miðju sýklódextrínsins (gest-
gjafanum) fyrir áhrif vatnsfælinna krafta. Fléttan
er oft mun vatnsleysanlegri en lyfið sjálft. Sýkló-
dextrín eru því fyrst og fremst notuð í lyfjaform-
um til að auka vatnsleysni lyfja. Lyf sem eru
bundin í holrúmi sýklódextrína eru oft varin fyrir
niðurbroti og af þeim sökum geta sýklódextrín
líka verið mjög gagnleg til að auka stöðugleika
lyfja í vatnslausnum. Yfir tíföld aukning í stöð-
ugleika er algeng, en sýnt hefur verið fram á
meira en 1000-falda aukningu í stöðugleika an-
andamíðs. Þrír fastar ákvarða stöðugleika lyfs í
sýklódextrínlausnum: Niðurbrotsfasti fyrir lyf í
lausn sem ekki innheldur sýklódextrín (k0), nið-
urbrotsfasti fyrir lyf sem er bundið sýklódextríni
(kc), og jafnvægisfasti fléttumyndunarinnar (Kc).
Alla þessa fasta er hægt að ákvarða með niður-
brotstilraunum þar sem niðurbrotsfasti í lausn-
inni (kobs) er ákvarðaður við mismunandi sýkló-
dextrínstyrk.
Markmið: Gerður var samanburður á mis-
munandi aðferðum til að ákvarða kD, kc og Kc.
Einnig voru athugaðir þættir sem höfðu áhrif á
áreiðanleika slíkra ákvarðana.
Aðferð: Niðurbrot klórambúsfls og indó-
metasíns við mismunandi styrk hydroxypróp-
ýl-p-sýklódextríns var ákvarðað með háþrýsti-
vökvaskilj ugreiningaraðferðum (HPLC).
Niðurstöður: Urvinnsla niðurbrotstilrauna
af því tagi sem hér er lýst hefur hingað til byggt
á línulegum aðferðum. Sýnt var fram á að slík-
ar aðferðir geta leitt til töluverðrar skekkju við
lágan sýklódextrínstyrk. Með ólínulegum að-
ferðum var hægt að komast hjá slíkum skekkj-
um. Betri framsetning á niðurstöðum fékkst
einnig með því að beita ólínulegum aðferðum.
Of hár styrkur lyfs gat leitt til skekkju í ákvörð-
un Kc. Ekki var hægt að ákvarða kc gildið ná-
kvæmlega ef annaðhvort Kc gildið eða kc/k0
hlutfallið var lágt.
Alyktanir: Olínuleg aðferð var betri en línu-
leg aðferð til að ákvarða k0, kc og Kc. Þessa
fasta er ekki alltaf hægt að ákvarða með mikilli
nákvæmni.
V-38. Leysanleiki lyfja aukinn með sam-
verkun tveggja sýklódextrína
Már Másson'1, Stefán Jóhannsson21, Þorsteinn
Loftsson11
Frá 'Jyfjafrœði lyfsala HÍ, 2,Sjúkrahúsi Akra-
ness
Inngangur: Sýklódextrín eru vatnsleysan-
legar, hringlaga fásykrur, sem mynda keilulaga
hólk með fitusækið holrými í miðju. Fitusækin
efni geta bundist inn í holrýmið og þannig
myndað vatnsleysanlegar sýklódextrínfléttur.
Sýklódextrín eru því notuð í lyfjaform til að
auka vatnsleysanleika lyfjaefnanna. Hingað til
hefur áhugi rnanna einkum beinst að minni
lyfjasameindum sem mynda 1:1 fléttur við
sýklódextrín. Leysanleiki lyfsins vex þá í línu-
legu hlutfalli við sýklódextrínstyrkinn. Sumar
stærri lyfjasameindir geta myndað fléttur með