Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 103
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 103 en þarf til að leysa lyfið, dregur það úr frásogi lyfja. Þessi tvenns konar áhrif sýklódextrína hafa hingað til ekki verið skýrð fræðilega. Markmið: Skýra með fræðilegu líkani áhrif sýklódextrína á frásog lyfja gegnum húð og hálfgegndræpar himnur. Aðferð: In-vitro frásog hýdrókortísóns gegn- um húð hárlausra músa og himnur var mælt í Franz flæðisellum. Hýdrókortisón var leyst, í föstum styrk, í stuðpúðalausnum sem innhéldu mismunandi styrk af sýklódextrínum (0 til 20%). Lausnir með lágan sýklódextrínstyrk voru því mettaðar en í öðrum tilvikum var um að ræða yfirmagn af sýklódextríni. Niðurstöður: Þegar leysni hýdrókortisóns var aukin með sýklódextrínum jókst flæði lyfs- ins gegnum húð. Hámarksflæði var náð þegar sýklódextrínstyrkurinn var nægjanlegur til að leysa allt lyfið. Frekari aukning á sýklódextrín- styrknum dró úr flæðinu. I fræðilegu líkani var gert ráð fyrir tvennskonar hindrun fyrir flæði lyfsins; það er vatnskenndri hindrun á yfirborði himnunnar og fitukenndri hindrun inni í himn- unni. Líkanið gerði ráð fyrir að hægt væri að reikna flæðið sem fall af sýklódextrínstyrk háð tveimur föstum. Niðurstöður útleiddrar jöfnu féllu að mæliniðurstöðum, í flestum tilvikum innan skekkjumarka. Alyktanir: Sýklódextrín auka frásog vegna þess að þau auka flæði lyfsins í vatnsfasanum. Sýklódextrín geta dregið úr flæði vegna þess að þau hafa neikvæð áhrif á dreifistuðulinn sem ákvarðar dreifingu milli vatnsfasa og fitu- kenndrar himnu. V-37. Aðferðir til að mæla áhrif sýkló- dextrína á niðurbrot lyfja Már Másson, Þorsteinn Loftsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Sýklódextrín eru vatnsleysanleg hringlaga fásykrusambönd sem hafa þann sér- staka eiginleika að þau geta myndað svokallaðar gest-gestgjafa fléttur við lyf. Lyfið (gesturinn) binst í holrúmið í miðju sýklódextrínsins (gest- gjafanum) fyrir áhrif vatnsfælinna krafta. Fléttan er oft mun vatnsleysanlegri en lyfið sjálft. Sýkló- dextrín eru því fyrst og fremst notuð í lyfjaform- um til að auka vatnsleysni lyfja. Lyf sem eru bundin í holrúmi sýklódextrína eru oft varin fyrir niðurbroti og af þeim sökum geta sýklódextrín líka verið mjög gagnleg til að auka stöðugleika lyfja í vatnslausnum. Yfir tíföld aukning í stöð- ugleika er algeng, en sýnt hefur verið fram á meira en 1000-falda aukningu í stöðugleika an- andamíðs. Þrír fastar ákvarða stöðugleika lyfs í sýklódextrínlausnum: Niðurbrotsfasti fyrir lyf í lausn sem ekki innheldur sýklódextrín (k0), nið- urbrotsfasti fyrir lyf sem er bundið sýklódextríni (kc), og jafnvægisfasti fléttumyndunarinnar (Kc). Alla þessa fasta er hægt að ákvarða með niður- brotstilraunum þar sem niðurbrotsfasti í lausn- inni (kobs) er ákvarðaður við mismunandi sýkló- dextrínstyrk. Markmið: Gerður var samanburður á mis- munandi aðferðum til að ákvarða kD, kc og Kc. Einnig voru athugaðir þættir sem höfðu áhrif á áreiðanleika slíkra ákvarðana. Aðferð: Niðurbrot klórambúsfls og indó- metasíns við mismunandi styrk hydroxypróp- ýl-p-sýklódextríns var ákvarðað með háþrýsti- vökvaskilj ugreiningaraðferðum (HPLC). Niðurstöður: Urvinnsla niðurbrotstilrauna af því tagi sem hér er lýst hefur hingað til byggt á línulegum aðferðum. Sýnt var fram á að slík- ar aðferðir geta leitt til töluverðrar skekkju við lágan sýklódextrínstyrk. Með ólínulegum að- ferðum var hægt að komast hjá slíkum skekkj- um. Betri framsetning á niðurstöðum fékkst einnig með því að beita ólínulegum aðferðum. Of hár styrkur lyfs gat leitt til skekkju í ákvörð- un Kc. Ekki var hægt að ákvarða kc gildið ná- kvæmlega ef annaðhvort Kc gildið eða kc/k0 hlutfallið var lágt. Alyktanir: Olínuleg aðferð var betri en línu- leg aðferð til að ákvarða k0, kc og Kc. Þessa fasta er ekki alltaf hægt að ákvarða með mikilli nákvæmni. V-38. Leysanleiki lyfja aukinn með sam- verkun tveggja sýklódextrína Már Másson'1, Stefán Jóhannsson21, Þorsteinn Loftsson11 Frá 'Jyfjafrœði lyfsala HÍ, 2,Sjúkrahúsi Akra- ness Inngangur: Sýklódextrín eru vatnsleysan- legar, hringlaga fásykrur, sem mynda keilulaga hólk með fitusækið holrými í miðju. Fitusækin efni geta bundist inn í holrýmið og þannig myndað vatnsleysanlegar sýklódextrínfléttur. Sýklódextrín eru því notuð í lyfjaform til að auka vatnsleysanleika lyfjaefnanna. Hingað til hefur áhugi rnanna einkum beinst að minni lyfjasameindum sem mynda 1:1 fléttur við sýklódextrín. Leysanleiki lyfsins vex þá í línu- legu hlutfalli við sýklódextrínstyrkinn. Sumar stærri lyfjasameindir geta myndað fléttur með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.