Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 106
106 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 þeim tilgangi til þessa og gæti kítósan því verið kjörið til lyfjagjafar á slímhúð. Markmið verkefnisins var að hanna forskrift fyrir hlaup (hydrogel) úr kítósani og kanna eig- inleika lyfjaformsins. Þar sem afasetýlering kítósanmólekúlsins svo og keðjulengd fjöllið- unnar hafa áhrif á eiginleika efnisins svo sem leysni var unnið með þrjár gerðir af kítósani við rannsóknirnar. Við framleiðslu hlaupanna var notuð annars vegar ediksýra og hins vegar mjólkursýra til að leysa kítósanið upp. Tengsl sýrustigs hlaupanna og seigjustigs var könnuð. Flæðipróf voru framkvæmd til að kanna losun lyfja með gagnstæða hleðslu. Niðurstöður sýndu að lyfin losnuðu með jöfnum hraða úr hlaupunum og fylgdu sem næst núllta stigs kínetik. Við seigjustigsmæl- ingar kom fram að seigjustig hlaupanna minnk- aði með tíma, en stöðugleikinn var mismun- andi eftir gerð lyfs. Tilraunir voru gerðar til að draga úr óstöðugleika hlaupanna með ýmsum hjálparefnum og tókst að bæta stöðugleikann nokkuð. ítarlegri rannsóknir eru fyrirhugaðar með það fyrir augum að reyna að bæta stöðug- leika kítósanhlaupanna. V-43. Áhrif efna úr íslenskum fléttum á illkynja frumur HelgaM. Ögmundsdóttirl>, Gunnar Már Zoéga2', Michael J. Tisdale31, Kristín IngólfsdóttirJ> Frá "Krabbameinsfélagi íslands, "lœknadeild HÍ, 3)Aston University Birmingham,4)lyfjafrceði lyfsala HÍ Inngangur: Fléttuefni, sem eru afurð sam- býlis svepps og þörungs eru einstök í náttúruni og áhugaverð til rannsókna með tilliti til lyfja- verkunar. Við höfum áður sýnt fram á vaxtar- hemjandi verkun tveggja fléttuefna, prótólich- esterínsýru og lóbarínsýru, á illkynja frumur úr mönnum. Bæði þessi efni hafa hamlandi verk- un á ensímið 5-lípoxýgenasa sem hvetur mynd- un á bólgumiðlandi efnum. Vitað er að afurðir lipoxýgenasaferlanna (5, 12 og 15) koma við sögu í stjórn á fruinufjölgun og frumudauða. I þessari rannsókn voru prófuð þrjú efni sem skyld eru lóbarínsýru að efnabyggingu, bæði efni sem eru virk gegn 5-lípoxýgenasa (baeomyces- ic sýra) og efni sem eru óvirk (atranorín og úsnínsýra). Loks voru gerðar frekari prófanir á prótólichesterínsýru með tilliti til áhrifa á lipoxýgenasa efnaferla. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru tvær frumulínur úr brjóstakrabbameini (T-47D og ZR-75-1), ein frumulína úr hvítblæði (K-562) og tvær frumulínur úr ristilkrabbameini í mús- um (MAC13 og MAC16). Frumufjölgun var metin með frumutalningum og með því að mæla DNA framleiðslu (upptöku á ^H-liymid- ini). Fylgst var með fjölda lifandi frumna (MTS próf). Afurðir lipoxýgenasaferlanna, 5 HETE, 12 HETE og 15 HETE voru notaðar í hindrunartilraunum. Niðurstöður: Öll efnin höfðu vaxtarhindr- andi áhrif á frumulínur úr brjóstakrabbameini (T 47D og ZR 75-1) og frumulínu úr hvítblæði (K-562), og því virtist ekki vera einfalt sam- hengi milli lípoxýgenasahindrandi verkunar og vaxtarhindrandi áhrifa á illkynja frumur. Prótó- lichesterín sýra hafði mjög öflug vaxtarhemj- andi áhrif á músakrabbameinsfrumurnar (MAC13 og MAC16). Þessar frumur eru ónæmar gegn öðrum efnum en þeim sem hindra lipoxýgenasa, og þá sérlega 12/15 lipoxýgen- asa. Fyrstu niðurstöður hindrunartilrauna gefa vísbendingu um að 5 HETE minnki vaxtar- hindrandi verkun prótólichesterín sýru á T 47D en 12 og 15 HETE virtust hafa minni áhrif. Ályktanir: Þau fimm fléttuefni sem prófuð voru sýna öll vaxtarhemjandi verkun á illkynja frumur. Þessi verkun gæti í sumum tilvikum tengst hemjandi verkun á lipoxýgenasa, en í öðrum er greinilega um annars konar áhrif að ræða. V-44. Ónæmisvirkt (1—'►3)-(l—'►4)-a-D- glúkan úr fjallagrösum Elín S. Ólafsdóttir", Kristín Ingólfsdóttir", H. Barsett", B. Smestad Paulsen2>, K. Jurcic31, H. Wagner" Frá "lyfjafrœði lyfsala HÍ, 21Dept. of Pharm- acognosy, Institute of Pharmacy Osló,3>Institut fiir Pharmazeutische Biologie der Universitat Munchen Inngangur: Sýnt hefur verið fram á í in vitro og in vivo átfrumuprófum að vatnsextrakt flétt- unnar Cetraria islandica (fjallagrös) hefur ónæmishvetjandi áhrif. Fjallagrös innihalda fjölsykrur í miklu magni og er talið að þær eigi ríkan þátt í ónæmishvetjandi virkni vatnsex- traktsins. Isolichenan-lík fjölsykra, Ci-3, sem leysist í köldu vatni, hefur nú verið einangruð úr Cetraria islandica og virkni hennar könnuð. Efniviður og aðferðir: Ci-3 var einangruð á hreinu og einsleitu formi úr vatnsextrakti og einnig úr basaextrakti fléttunnar, með því að nota etanól-felliskiljun (fractionation), díalýsu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.