Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 108
108 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 ingin á myndun metrónídazóls í móttökufasa er 10 sinnum meiri hið minnsta fyrir forlyfin. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að fitusýrur verka gegn ýmsum örverum og þar með geta forlyfin haft líffræðilegar verkanir umfram lyfið. V-47. Díglýseríðafleiður sem forlyf. Sam- tenging og in vitro prófanir Þorsteinn Þorsteinsson", Már Másson'\ Þor- steinn Loftsson", Guðmundur G. Haraldsson21, Einar Stefánsson31 Frá "lyfjafrœði lyfsala HÍ, 2>raunvísindadeild HÍ, 3llœknadeild HÍ Vatnsleysanlegum lyfjum er erfitt að koma í gegnum húð og aðrar lífrænar himnur vegna þess að tvöfalt fitulag er til staðar í báðum til- vikum, en með því að auka fitusækni lyfja er hægt að auka frásog í gegnum þetta fitulag. Smíðaðar voru 10 naproxen díglýseríðafleiður, í þremur skrefum hver afleiða, öll efnin með mismunandi fitusýrulengd en það eykur fitu- sækni lyfsins verulega. Til þess að efnin geti kallast forlyf þurfa þau að geta myndað aftur hið virka lyfjaform. Þessi efni eru efnafræðilega svipuð að upp- byggingu og byggingareiningar fitulagsins og þau voru prófuð með það í huga að nota þau sem húðlyf eða smyrsl. Helstu eðlislyfjafræði- legir eiginleikar voru prófaðir, það er fitu- sækni, vatnsrof við mismunandi sýrustig, nið- urbrot í mannasermi og hvernig afleiðurnar brotna niður í tættri músahúð. Tilraunir sýndu fram á að lyfjaafleiðurnar eru nokkuð stöðugar í vatnslausnum, en brotna auðveldlega niður í virkt lyfjaform í mannasermi og tættri músahúð. Þar með hefur eiginleikum forlyfs verið náð. Gerðar voru tilraunir á sækni og frásogi í gegn- um húðir hárlausra músa og þær niðurstöður sýna að því fitusæknari sem efnin eru því meiri tilhneigingu hafa þau til að fara inn í húðina (allt að 110 sinnum meiri sækni). Sjálf forlyfin fara ekki í gegnum húðina heldur brotna niður í virka lyfjaformið inni í húðinni og virka lyfið fer í gegn. Losun lyfsins úr húðinni sýnir að þessa teg- und af forlyfjum er hægt að nota til stjórnunar á lyfjagjöf og/eða jafnvel til húðlækningar. V-48. Samanburður á beinþéttni kvenna í meistaraflokki í handknattleik og við- miðunarhóps Þórhalla Andrésdóttir", Sólveig Steinþórsdótt- ir", Díana Óskarsdóttir', Gunnar Sigurðsson21 Frá "sjúkraþjálfun Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2>rannsóknastofu Sjúkrahúss Reykjavíkur um beinbrot og beinþynningu Inngangur: Fyrri rannsóknir frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa bent til þess að líkams- áreynsla á aldrinum 16-20 ára hafi jákvæð áhrif til aukningar á hámarksbeinmassa. Hvort þessi áreynslutengda aukning í beinþéttni haldist eftir tvítugt er hins vegar ósannað. Okkur lék því forvitni á að vita hvort beinþéttni íþrótta- kvenna á þrítugsaldri væri hærri en meðaltal þessa aldurshóps. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu meistara- flokkskonur í handknattleik á aldrinum 19-30 ára (meðalaldur 23 ár) voru bornar saman við slembiúrtak 20 ára (n=118) og 25 ára kvenna (n=86). Beinþéttni var mæld með dual energy X-ray absorptiometry (DEXA): Heildarbein- magn, lendhryggur, mjöðm og framhandleggur (víkjandi), svo og heildarbeinmagn fitu og mjúk- vefja (endurspeglandi vöðvamassa). Reglu- bundin þjálfun var metin með spurningalista. Vöðvakraftur var mældur með gripstyrksmæli og istonískt í kálfavöðva og tvíhöfðavöðva. Niðurstöður: Beinþéttnin í handknattleiks- hópnum reyndist marktækt hæm en í viðmið- unarhópi; heildarbeinþéttni 9,7%, í lendhrygg 13%, í mjöðm 17% og víkjandi í framhandlegg 7,5% hærri (p<0,01 í öllum tilvikum). Heildar- beinþéttnin í handknattleikshópnum reyndist í réttu hlutfalli við árafjölda reglubundinnar þjálf- unar (r=0,42; p=0,01) og magn mjúkvefja (r=0,5; p<0,01). Samanburður á vöðvastyrk og beinþéttni verður kynntur. Alyktun: Þessar niðurstöður benda til þess að áhrif reglubundinnar þjálfunar haldist að minnsta kosti til þrítugs. Ef þessi aukning í beinþéttni helst fram á efri ár gæti áhætta hand- knattleikshópsins á beinbrotum síðar meir ver- ið að minnsta kosti helmingi lægri en gengur og gerist meðal kvenna. V-49. Einstaklingsmunur í mótefnasvari mæði/visnu sýktra kinda gegn endurröð- uðum gag og env peptíðum Björg Rafnar, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum Mæði/visnuveiran (MVV) er lentiveira í kind- um sem veldur lungna- og heilabólgu. Lenti- veirur hafa allar svipaða skipan erfðaefnis, þær hafa gen fyrir kjarnaprótín (gag) og hjúpprótín (env), sem eru byggingarprótín, fyrir hvata (pol) og stjórnprótín.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.