Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 108
108
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
ingin á myndun metrónídazóls í móttökufasa er
10 sinnum meiri hið minnsta fyrir forlyfin. Auk
þess hafa rannsóknir sýnt að fitusýrur verka
gegn ýmsum örverum og þar með geta forlyfin
haft líffræðilegar verkanir umfram lyfið.
V-47. Díglýseríðafleiður sem forlyf. Sam-
tenging og in vitro prófanir
Þorsteinn Þorsteinsson", Már Másson'\ Þor-
steinn Loftsson", Guðmundur G. Haraldsson21,
Einar Stefánsson31
Frá "lyfjafrœði lyfsala HÍ, 2>raunvísindadeild
HÍ, 3llœknadeild HÍ
Vatnsleysanlegum lyfjum er erfitt að koma í
gegnum húð og aðrar lífrænar himnur vegna
þess að tvöfalt fitulag er til staðar í báðum til-
vikum, en með því að auka fitusækni lyfja er
hægt að auka frásog í gegnum þetta fitulag.
Smíðaðar voru 10 naproxen díglýseríðafleiður,
í þremur skrefum hver afleiða, öll efnin með
mismunandi fitusýrulengd en það eykur fitu-
sækni lyfsins verulega. Til þess að efnin geti
kallast forlyf þurfa þau að geta myndað aftur
hið virka lyfjaform.
Þessi efni eru efnafræðilega svipuð að upp-
byggingu og byggingareiningar fitulagsins og
þau voru prófuð með það í huga að nota þau
sem húðlyf eða smyrsl. Helstu eðlislyfjafræði-
legir eiginleikar voru prófaðir, það er fitu-
sækni, vatnsrof við mismunandi sýrustig, nið-
urbrot í mannasermi og hvernig afleiðurnar
brotna niður í tættri músahúð. Tilraunir sýndu
fram á að lyfjaafleiðurnar eru nokkuð stöðugar
í vatnslausnum, en brotna auðveldlega niður í
virkt lyfjaform í mannasermi og tættri músahúð.
Þar með hefur eiginleikum forlyfs verið náð.
Gerðar voru tilraunir á sækni og frásogi í gegn-
um húðir hárlausra músa og þær niðurstöður
sýna að því fitusæknari sem efnin eru því meiri
tilhneigingu hafa þau til að fara inn í húðina
(allt að 110 sinnum meiri sækni). Sjálf forlyfin
fara ekki í gegnum húðina heldur brotna niður í
virka lyfjaformið inni í húðinni og virka lyfið
fer í gegn.
Losun lyfsins úr húðinni sýnir að þessa teg-
und af forlyfjum er hægt að nota til stjórnunar
á lyfjagjöf og/eða jafnvel til húðlækningar.
V-48. Samanburður á beinþéttni kvenna í
meistaraflokki í handknattleik og við-
miðunarhóps
Þórhalla Andrésdóttir", Sólveig Steinþórsdótt-
ir", Díana Óskarsdóttir', Gunnar Sigurðsson21
Frá "sjúkraþjálfun Sjúkrahúss Reykjavíkur,
2>rannsóknastofu Sjúkrahúss Reykjavíkur um
beinbrot og beinþynningu
Inngangur: Fyrri rannsóknir frá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hafa bent til þess að líkams-
áreynsla á aldrinum 16-20 ára hafi jákvæð áhrif
til aukningar á hámarksbeinmassa. Hvort þessi
áreynslutengda aukning í beinþéttni haldist
eftir tvítugt er hins vegar ósannað. Okkur lék
því forvitni á að vita hvort beinþéttni íþrótta-
kvenna á þrítugsaldri væri hærri en meðaltal
þessa aldurshóps.
Efniviður og aðferðir: Fjörutíu meistara-
flokkskonur í handknattleik á aldrinum 19-30
ára (meðalaldur 23 ár) voru bornar saman við
slembiúrtak 20 ára (n=118) og 25 ára kvenna
(n=86). Beinþéttni var mæld með dual energy
X-ray absorptiometry (DEXA): Heildarbein-
magn, lendhryggur, mjöðm og framhandleggur
(víkjandi), svo og heildarbeinmagn fitu og mjúk-
vefja (endurspeglandi vöðvamassa). Reglu-
bundin þjálfun var metin með spurningalista.
Vöðvakraftur var mældur með gripstyrksmæli
og istonískt í kálfavöðva og tvíhöfðavöðva.
Niðurstöður: Beinþéttnin í handknattleiks-
hópnum reyndist marktækt hæm en í viðmið-
unarhópi; heildarbeinþéttni 9,7%, í lendhrygg
13%, í mjöðm 17% og víkjandi í framhandlegg
7,5% hærri (p<0,01 í öllum tilvikum). Heildar-
beinþéttnin í handknattleikshópnum reyndist í
réttu hlutfalli við árafjölda reglubundinnar þjálf-
unar (r=0,42; p=0,01) og magn mjúkvefja
(r=0,5; p<0,01). Samanburður á vöðvastyrk og
beinþéttni verður kynntur.
Alyktun: Þessar niðurstöður benda til þess
að áhrif reglubundinnar þjálfunar haldist að
minnsta kosti til þrítugs. Ef þessi aukning í
beinþéttni helst fram á efri ár gæti áhætta hand-
knattleikshópsins á beinbrotum síðar meir ver-
ið að minnsta kosti helmingi lægri en gengur
og gerist meðal kvenna.
V-49. Einstaklingsmunur í mótefnasvari
mæði/visnu sýktra kinda gegn endurröð-
uðum gag og env peptíðum
Björg Rafnar, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum
Mæði/visnuveiran (MVV) er lentiveira í kind-
um sem veldur lungna- og heilabólgu. Lenti-
veirur hafa allar svipaða skipan erfðaefnis, þær
hafa gen fyrir kjarnaprótín (gag) og hjúpprótín
(env), sem eru byggingarprótín, fyrir hvata (pol)
og stjórnprótín.