Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 114

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 114
114 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 ara fiska: Heildarprótínmagn, heildar-IgM- magn, ósérvirkt mótefnasvar gegn átta mót- efnavökum, hemólýtísk virkni, ensímtálmar, lýsózým, járninnihald og járnbindigeta. Niðurstöður: Flestir þessara þátta jukust með hækkandi aldri nema hemólýtísk virkni sem fór lækkandi. Yfirleitt fengust einnig hærri gildi þegar sýni voru tekin að hausti. Nokkur munur kom einnig fram á milli ungs þorsks (<5-6 ára) og eldri þorsks hvað varðar hemólýtíska virkni og járninnihald. Kynferði virtist ekki hafa nein áhrif á þessa ónæmisþætti. V-55. Ahrif mismunandi ræsinga á fjölda og tegund mótefnamyndandi frumna Sturla Arinbjarnarson, Helgi Valdimarsson Frá rannsóknastofu Hl í ónœmisfrœði Inngangur: Sú aðferð sem aðallega hefur verið notuð við ræsingu B-frumna fyrir sam- runa (fusion) er að sýkja fyrst PBMCs með Ep- stein-Barr veirunni (EBV) og ræsa þær síðan með PHA 24 klukkustundum seinna. Þessi að- ferð hefur aftur á móti ekki reynst vel við ræs- ingu á IgA og IgG framleiðandi B-frumum. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif ræsingar með EBV og tveimur lektínum, phýtóhemagglútíníni (PHA) og pokeweed mítógeni (PWM), á fjölda og tegund mótefna- myndandi frumna. Efniviður og aðferðir: PBMCs úr heil- brigðum einstaklingum voru ræstar með PHA eða PWM með eða án undanfarandi EBV sýk- ingar. Einnig voru áhrif CD8+ T og NK frumna könnuð á þessi kerfi. Fjöldi og tegund mótefna- framleiðandi frumna var ákvarðaður með ELISPOT prófi. Athugað var hvort áhrif PWM á B-frumur væri háð boðefnum sem ræstar hnattkjarna hvítfrumur framleiða. Frumufjölg- un var metin með ^H-Thýmidín upptöku og fjöldi og tegund mótefnamyndandi frumna ákvarðaður með ELISPOT prófi. Þá var athug- að í frumuflæðisjá, með innanfrumulitun fyrir IFN-y (Thl) og IL-4 (Th2), hvort munur er á PHA og PWM hvað varðar ræsingu á Thl og Th2. Að lokum var stýrður frumudauði (apop- tosis) hjá T- og B-frumum eftir ræsingu með PHA og PWM athugaður með Annexin V litun. Niðurstöður: Eftir EBV sýkingu og PHA ræsingu fundust nánast engar IgG og IgA fram- leiðandi frumur. Hins vegar fundust IgM, IgG og IgA framleiðandi frumur í ríkum mæli eftir ræsingu með PWM án undanfarandi EBV sýk- ingar. Ræsing B-frumna með PWM reyndist eingöngu háð efnum sem hnattkjarna hvítfrum- ur seyta og gott samræmi var milli frumufjölg- unar og fjölda og tegundar mótefnaframleið- andi B-frumna eftir PWM ræsingu. PWM ræsir aðallega IFN-y framleiðandi CD4+ T-frumur (Thl) en PHA aftur á móti frekar IL-4 framleiðandi CD4+ T-frumur (Th2). PHA ræsing olli mjög mikilum stýrðum frumudauða í T- og B-frumum en mjög lítið bar á stýrðum frumudauða eftir PWM ræsingu. Alyktanir: PWM er mun heppilegri aðferð við að ræsa B-frumur fyrir samruna en sú að- ferð sem mest hefur verið notuð hingað til, það er EB V sýking og ræsing með PHA 24 klukku- stundum seinna. Astæðan virðist vera sú að PHA framkallar stýrðan frumudauða hjá yfir- gnæfandi meirihluta B-frumna. V-56. Fjöldi hvítfrumna í blóðflögu- þykknum eftir hvítkornasíun; mæling með frumuflæðisjá Björg Guðmundsdóttir, Arngerður Jónsdóttir, Kristbjörn Orri Guðmundsson, Olafur Ey- steinn Sigurjónsson, Björn Harðarson, Sveinn Guðmundsson Frá Blóðbankanum Inngangur: Með nútíma læknisfræði er í auknum mæli þörf hvítfrumulausra blóðhluta, oftast í þeim tilgangi að fyrirbyggja HLA-mót- efnamyndun hjá sjúklingi. Nauðsynlegt er að tryggja gæði hvítfrumusíunar og hefur sýnt sig að það má best gera með síun blóðhluta í blóð- banka í stað þess að framkvæma síun við sjúkrabeð (bedside). Venjulegar aðferðir við hvítfrumutalningu duga ekki á blóðhluta eftir síun, þar sem tak- mark síunar er að hafa minna en 0,2x10f’ hvít- frumur í hverri einingu. Það jafngildir minna en einni hvítfrumu/pL. Nýlega hafa verið kynntar aðferðir með frumuflæðisjá til mæling- ar á fjölda hvítfrumna með næmi (detection limit) og nákvæmni sem uppfyllir kröfur gæða- eftirlits eftir hvítfrumusíun. Markmið þessarar rannsóknar var að setja upp og staðla aðferð til hvítfrumumælingar með frumuflæðisjá við gæðaeftirlit eftir síun blóðhluta. Efniviður og aðferðir: Hvítkornafjöldi í 25 blóðflöguþykknum var mældur fyrir og eftir hvítkornasíun. Hvítkornafjöldi var annars veg- ar ákvarðaður með CellDyn 1700 blóðfrumu- teljara (hematology counter) og hins vegar LeucoCOUNTO-mælingu í frumuflæðisjá. I LeucoCOUNT® aðferðinni eru hvítkorn greind
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.