Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 114
114
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
ara fiska: Heildarprótínmagn, heildar-IgM-
magn, ósérvirkt mótefnasvar gegn átta mót-
efnavökum, hemólýtísk virkni, ensímtálmar,
lýsózým, járninnihald og járnbindigeta.
Niðurstöður: Flestir þessara þátta jukust með
hækkandi aldri nema hemólýtísk virkni sem fór
lækkandi. Yfirleitt fengust einnig hærri gildi
þegar sýni voru tekin að hausti. Nokkur munur
kom einnig fram á milli ungs þorsks (<5-6 ára)
og eldri þorsks hvað varðar hemólýtíska virkni
og járninnihald. Kynferði virtist ekki hafa nein
áhrif á þessa ónæmisþætti.
V-55. Ahrif mismunandi ræsinga á fjölda
og tegund mótefnamyndandi frumna
Sturla Arinbjarnarson, Helgi Valdimarsson
Frá rannsóknastofu Hl í ónœmisfrœði
Inngangur: Sú aðferð sem aðallega hefur
verið notuð við ræsingu B-frumna fyrir sam-
runa (fusion) er að sýkja fyrst PBMCs með Ep-
stein-Barr veirunni (EBV) og ræsa þær síðan
með PHA 24 klukkustundum seinna. Þessi að-
ferð hefur aftur á móti ekki reynst vel við ræs-
ingu á IgA og IgG framleiðandi B-frumum.
Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif
ræsingar með EBV og tveimur lektínum,
phýtóhemagglútíníni (PHA) og pokeweed
mítógeni (PWM), á fjölda og tegund mótefna-
myndandi frumna.
Efniviður og aðferðir: PBMCs úr heil-
brigðum einstaklingum voru ræstar með PHA
eða PWM með eða án undanfarandi EBV sýk-
ingar. Einnig voru áhrif CD8+ T og NK frumna
könnuð á þessi kerfi. Fjöldi og tegund mótefna-
framleiðandi frumna var ákvarðaður með
ELISPOT prófi. Athugað var hvort áhrif PWM
á B-frumur væri háð boðefnum sem ræstar
hnattkjarna hvítfrumur framleiða. Frumufjölg-
un var metin með ^H-Thýmidín upptöku og
fjöldi og tegund mótefnamyndandi frumna
ákvarðaður með ELISPOT prófi. Þá var athug-
að í frumuflæðisjá, með innanfrumulitun fyrir
IFN-y (Thl) og IL-4 (Th2), hvort munur er á
PHA og PWM hvað varðar ræsingu á Thl og
Th2. Að lokum var stýrður frumudauði (apop-
tosis) hjá T- og B-frumum eftir ræsingu með
PHA og PWM athugaður með Annexin V litun.
Niðurstöður: Eftir EBV sýkingu og PHA
ræsingu fundust nánast engar IgG og IgA fram-
leiðandi frumur. Hins vegar fundust IgM, IgG
og IgA framleiðandi frumur í ríkum mæli eftir
ræsingu með PWM án undanfarandi EBV sýk-
ingar. Ræsing B-frumna með PWM reyndist
eingöngu háð efnum sem hnattkjarna hvítfrum-
ur seyta og gott samræmi var milli frumufjölg-
unar og fjölda og tegundar mótefnaframleið-
andi B-frumna eftir PWM ræsingu.
PWM ræsir aðallega IFN-y framleiðandi
CD4+ T-frumur (Thl) en PHA aftur á móti
frekar IL-4 framleiðandi CD4+ T-frumur
(Th2). PHA ræsing olli mjög mikilum stýrðum
frumudauða í T- og B-frumum en mjög lítið bar
á stýrðum frumudauða eftir PWM ræsingu.
Alyktanir: PWM er mun heppilegri aðferð
við að ræsa B-frumur fyrir samruna en sú að-
ferð sem mest hefur verið notuð hingað til, það
er EB V sýking og ræsing með PHA 24 klukku-
stundum seinna. Astæðan virðist vera sú að
PHA framkallar stýrðan frumudauða hjá yfir-
gnæfandi meirihluta B-frumna.
V-56. Fjöldi hvítfrumna í blóðflögu-
þykknum eftir hvítkornasíun; mæling
með frumuflæðisjá
Björg Guðmundsdóttir, Arngerður Jónsdóttir,
Kristbjörn Orri Guðmundsson, Olafur Ey-
steinn Sigurjónsson, Björn Harðarson, Sveinn
Guðmundsson
Frá Blóðbankanum
Inngangur: Með nútíma læknisfræði er í
auknum mæli þörf hvítfrumulausra blóðhluta,
oftast í þeim tilgangi að fyrirbyggja HLA-mót-
efnamyndun hjá sjúklingi. Nauðsynlegt er að
tryggja gæði hvítfrumusíunar og hefur sýnt sig
að það má best gera með síun blóðhluta í blóð-
banka í stað þess að framkvæma síun við
sjúkrabeð (bedside).
Venjulegar aðferðir við hvítfrumutalningu
duga ekki á blóðhluta eftir síun, þar sem tak-
mark síunar er að hafa minna en 0,2x10f’ hvít-
frumur í hverri einingu. Það jafngildir minna
en einni hvítfrumu/pL. Nýlega hafa verið
kynntar aðferðir með frumuflæðisjá til mæling-
ar á fjölda hvítfrumna með næmi (detection
limit) og nákvæmni sem uppfyllir kröfur gæða-
eftirlits eftir hvítfrumusíun. Markmið þessarar
rannsóknar var að setja upp og staðla aðferð til
hvítfrumumælingar með frumuflæðisjá við
gæðaeftirlit eftir síun blóðhluta.
Efniviður og aðferðir: Hvítkornafjöldi í 25
blóðflöguþykknum var mældur fyrir og eftir
hvítkornasíun. Hvítkornafjöldi var annars veg-
ar ákvarðaður með CellDyn 1700 blóðfrumu-
teljara (hematology counter) og hins vegar
LeucoCOUNTO-mælingu í frumuflæðisjá. I
LeucoCOUNT® aðferðinni eru hvítkorn greind