Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 116

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 116
116 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 við rannsókn sem gerð var fyrir fimm árum. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám auk upplýsinga frá foreldrum sem safnað var með spurningalistum. Niðurstöður: Sala sýklalyfja í mixtúruformi á öllu landinu dróst saman úr 70.000 dag- skömmtum (DDD = defined daily doses) árið 1992 niður í um 45.000 dagskammta árið 1997 (35% lækkun). Mest dró úr notkun á trímet- óprím-súlfalyfjum eða úr 24.000 DDD niður í 8.000 DDD (65% lækkun). Alls tóku 804 börn þátt í rannsókn á sýklalyfjanotkun eða 78% af úrtaki (75-88% eftir stöðum). Sýklalyfjanotk- unin minnkaði um 60% borið saman við sömu svæði fyrir fimm árum, úr 1,6 meðferð/ár/barn (95% CI±0,1), í 1,0 (±1,0). Mest var minnkun- in á Egilsstöðum úr 1,3 (±0,3) í 0,7 (±0,2) og Hafnarfirði úr 1,5 (±0,1) í 0,9 (±0,2). Á árunum 1992 til 1993 var 65% sýklalyfjanotkunar vegna eyrnabólgu en nú aðeins 51%, sambæri- legt hlutfall vegna skútabólgu breyttist úr 1% í 10%, en hálsbólguhlutfallið var óbreytt, 17%. Fyrir fimm árum voru 37% tilvika eyrnabólgu meðhöndluð með trímetóprím-súlfa en nú 16%. Sambærileg hlutfallsnotkun amoxycillíns breytt- ist úr 39% í 50% og amoxycillín-klavúlansýru úr 9% í 25%. Ályktanir: Fræðsla og áróður gegn óhóflegri sýklalyfjanotkun hefur dregið umtalsvert úr sýklalyfjanotkun meðal barna á íslandi, eink- um vegna eyrnabólgu. Breytingin var mest á notkun trímetóprím-súlfa. V-59. Visnu-mæðiveirur ræktast úr B- frumum sýktra kinda Ragnliildur Kolka, Margrét Guðnadóttir Frá Veirufrœðistofnun lœknadeildar Inngangur: í eldri rannsóknum á frumum ónæmiskerfisins í visnu-mæðisýktum kindum hafa veirur aðeins fundist í átfrumum (macro- phages). Síðbúið B-frumusvar, þegar sýkingar- hindrandi (neutralizing) mótefni myndast, hvatti okkur til að skoða með nýjum aðferðum til að aðgreina frumur, hvort finna megi veirur í öðr- um frumum ónæmiskerfisins en átfrumum. Efniviður og aðferðir: Tilraunadýrin voru sjö kindur, tvær sýktar með rniklu magni af visnu-mæðiveiru K796 í lungu eða æð og fimm kindur eðlilega sýktar í sambýli við sýkt fé. B- frumur voru einangraðar með segulkúlutækni (immuno-magnetic technique). Blóð var lagt á Ficoll-Hypaque og einkjarnafrumum (PBMC) safnað. Frumur voru taldar og segulkúlum þökt- um með einstofna mótefnum gegn B-frumum var blandað í frumusúpuna. Með þessari með- ferð fengust milli 1,8x10' og l,6xl06 B-frumur í hverri tilraun. Tilraunir voru gerðar til að úti- loka mengun frá öðrum frumum ónæmiskerf- isins. B-frumunum var síðan sáð í kindafrumur úr heilbrigðum plexus chorioideus og ræktun- artilraunir gerðar. í nokkrum tilraunum var reynt að örva B-frumurnar með PHA og jónó- mýcíni. Niðurstöður: Visnuveirur ræktuðust úr B- frumum allra tilraunakindanna. Niðurstöður þessara tilrauna sýna að visnu-mæðiveirur sýkja B-frumur ónæmiskerfis sýktra kinda. V-60. Kjarnsýrumögnun til greiningar veirusjúkdóma Sigrún Guðnadóttir, Birna Einarsdóttir, Einar G. Torfason, Sigríður Elefsen Frá rannsóknastofu Landspítalans í veirufrœði Inngangur: Kjarnsýrumögnun (PCR), það er fjölföldun á erfðaefnisbútum in vitro var fyrst lýst 1985. Árið 1993 voru Nóbelsverð- launin veitt fyrir þá uppgötvun og það ár var farið að nýta PCR á Rannsóknastofu í veiru- fræði til greiningar á veirusýkingum, fyrst í smáum stfl, en síðan í auknum mæli. Nú má með PCR tækni greina hér hátt í 20 veirur eða veiruflokka. Efniviður og aðferðir: Leita má að veiru- kjarnsýru í hvaða sýni sem er, en forvinnan fer eftir gerð sýnis. Helstu sýni eru saursýni, mænuvökvar, strok úr sárum, augnstrok, þvagsýni, berkjuskol, ým- is sýni úr krufningum og blóðsýni. Til að unnt sé að beita mögnun þarf basaröð veirunnar, á því svæði sem magna skal, að vera þekkt. Þeg- ar velja skal svæði til mögnunar þarf að hafa það í huga að það sé á vel varðveittu svæði (þar sem kjarnsýruröðin helst sem mest óbreytt milli kynslóða) og þegar nota skal mögnunina til að greina veiruætt (til dæmis entero eða adeno sem innihalda tugi tegunda) þarf svæðið að vera sameiginlegt sem flestum stofnum inn- an ættarinnar, en ekki utan hennar. Veirur eru ólíkar og erfðaefni þeirra ýmist DNA eða RNA. Þegar um RNA veirur er að ræða er fyrst búið til DNA mót af RNA kjarn- sýrubútnum (víxlritun (RT)) sem síðan er magnað eins og um DNA veiru væri að ræða. Mögnun DNA bútsins er ýmist gerð með ein- földu PCR eða tvöföldu, sem aftur getur verið nested eða semi-nested. Val prímera (tveggja,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.