Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 117
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
117
þriggja eða fjögurra) til afmörkunar þess svæð-
is, sem magna skal, skiptir miklu máli og erum
við sífellt að endurskoða og bæta prófin. A
þessu ári hafa verið tekin upp ný próf fyrir
Herpes 1-7 og ORF (sjá sér veggspjald).
Þær veirur og veiruflokkar, sem finna má
með PCR á Rannsóknastofu í veirufræði eru:
DNA-veirur: Adeno, HSV-1, HSV-2, VZV,
CMV, EBV, HHV-6, HHV-7, Parvo, JC/BK,
ORF, HPV.
RNA-veirur: Entero, ECHO 22/23, rhino,
astro, calici, inflúensa A (í vinnslu), inflúensa
B (í vinnslu).
Alyktanir: PCR aðferðin er næm og sértæk.
Hún getur greint veirur, sem eru í litlu magni til
dæmis í mænuvökva (sjá sér umfjöllun á þing-
inu), veirur sem eru óræktanlegar í vefjarækt
eða þaktar mótefnum og á því formi óræktan-
legar. PCR er því vel þegin viðbót við fyrri
greiningaraðferðir og bætir til muna greiningu
veirusjúkdóma í mönnum.
V-61. PCR til greiningar á sláturbólu
Einar G. Torfason, Sigrún Guðnadóttir
Frá rannsóknastofu Landspítalans í veirufrœði
í Ármúla
Inngangur: Sláturbóla (contagious ecthyma,
contagious pustular dermatitis, scabby mouth)
er veirusjúkdómur í sauðfé og geitum, sem get-
ur borist í menn, gjarna við sauðburð, rúningu
eða slátrun. Þessu veldur orf, sem er parapox-
veira, fjarskyld bólusóttarveiru. í ferfætlingn-
um eru þetta gjarna bólur eða þykkildi í krún-
unni en getur herjað á snoppu og munn (scabby
mouth). Lambadauða hefur verið lýst. Talið er
að menn smitist um skrámur á höndum, hand-
leggjum eða í andliti. Þykkildi eða hnútar með
roða í kring, sem mynda fljótlega hrúður eða
skorpu, eru yfirleitt á smitsvæðinu, en þó er
dreifing blóðleiðina þekkt. Hitaslæðingur og
bólgnir eitlar geta fylgt. Þetta grær á sex til sjö
vikum. Endursýking er algeng í mönnum og
dýrum.
Flest haust fáum við sýni til greiningar á
sláturbólu. Okkur hefur vantað próf til að sinna
þessurn sýnum. Ákveðið var að þróa kjarnsýru-
mögnun (PCR) til sláturbólugreininga alveg frá
grunni, enda höfum við ekki séð neinu slíku
prófi lýst.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um rað-
greiningar á orf og skyldum veirum voru sóttar
úr GenBank og fleiri gagnagrunnum. Reynt var
að meta hvaða gen væru veirunni nauðsynleg
og því jafnan til staðar. Fyrir valinu varð eitt af
þeim genum sem tengjast RNA pólýmerasa veir-
unnar (orf-rpa). Oligo forritinu var beitt til að
velja heppilega prímera. Þekkt jákvæð kontról
voru ekki tiltæk, en við höfðum örfá sýni sem
voru klínískt talin vera sláturbólusýni. Sent var
bréf til heilsugæslustöðva með beiðni um lík-
leg sláturbólusýni, og hefur það fengið góðar
undirtektir.
Niðurstöður: Oligo skilaði tveimur tillög-
um. I annarri var afurðin of stutt, en í hinni
fengum við tvo 21bp prímera, sem afmarka
140bp svæði. Aðferðin var reynd á sýni sem
talið var jákvætt og gaf dauft jákvætt svar með
töluverðri ruslmögnun. Þegar AmpliTaq Gold
ensím var notað fékkst sterkt svar í mjög
snyrtilegu prófi. Eftir er að meta næmi prófs-
ins, en nokkur sýni hafa þegar verið prófuð.
Hafi þau á annað borð verið jákvæð, hefur mátt
þynna þau mjög mikið. Þetta er vísbending um
töluvert næini.
Ályktanir: Við höfum þróað frá grunni PCR
próf sem er nú á reynslustigi. Eftir er að meta
næmi og sérvirkni, en prófið lofar góðu sem
ódýr og handhæg aðferð að grípa til þegar við
fáum sláturbólusýni.
V-62. Nýlendun í öndunarvegum og til-
urð lungnabólgu á gjörgæsludeild. Skyld-
leikagreining með skerðibútarafdrætti
Sigurður Magnason11, Karl G. Kristinsson2',
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson3I, Helga Er-
lendsdóttir21, Einar H. Jónmundsson4', Kristín
Jónsdóttir', Már Kristjánsson51, Sigurður Guð-
mundsson61
Frá "lœknadeild HÍ, 2>sýklafrœðideild, 3,gjör-
gœsludeild og 4,röntgendeild Landspítalans,
5,smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
6,lyflœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Lungnabólga er algeng meðal
sjúklinga á gjörgæsludeildum og mikilvægt er
að þekkja meingerð hennar og smitleiðir.
Efniviður og aðferðir: Fylgst var með tilurð
lungnabólgu meðal sjúklinga á gjörgæsludeild
í 300 sjúkralegum. Reglulega voru tekin rækt-
unarsýni frá barka, munnkoki og maga sjúk-
linga. Skyldleiki bakteríustofna var greindur
með skerðibútarafdrætti (pulsed-field gel el-
ectrophoresis, PFGE).
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greind-
ust 23 spítalatengd lungnabólgutilfelli, þar af
tvö sem ekki náðu tímaskilmerkjum sem gjör-
gæslutengd sýking, en þar var nýlendun öndun-