Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 121

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 121
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 121 um um þá) var safnað á sýklafræðideild Land- spítalans þar sem hjúpgerð þeirra og lágmarks- heftistyrkur penicillíns og ceftríaxóns voru ákvörðuð. Árin 1992, 1995, 1996 og 1997 var algengi ónæmra pneumókokka kannað í nef- koki heilbrigðra barna á fimm leikskólum í Reykjavík. Frá 1991 hefur farið fram markviss áróður gegn óhóflegri sýklalyfjanotkun, eink- um hjá börnum. Upplýsingar um sýklalyfja- notkun voru fengnar frá Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Niðurstöður: í árslok 1997 höfðu fundist 1.488 penicillín ónæmir pneumókokkar í sýn- um frá sjúklingum (endurteknar jákvæðar rækt- anir í sömu sýkingum aðeins taldar einu sinni). Árlegt hlutfallslegt nýgengi þessara stofna var: 0%, 2,3%, 2,7%, 8,4%, 16%, 19,8%, 16,9%, 15,2%, 14,1% og 12,9%, á árunum frá 1988 til 1997 (í réttri röð). Flestir ónæmu stofnanna tilheyrðu fjölónæma spænsk-íslenska klónin- um af hjúpgerð 6B. Algengi penicillín ónæmra pneumókokka í heilbrigðum börnum á leik- skólum var mjög sambærilegt nýgengishlut- falli viðkomandi árs. Þótt heildarsýklalyfja- notkunin hafi aðeins minnkáð um 10%, minnk- aði hún um 36% hjá börnum. Hlutfallslega minnkaði notkun makrólíða og trímetóprím- súlfa mest (um þriðjung). Ályktanir: Nýgengi penicillín ónæmra pneumókokka hefur minnkað síðan 1993. Að- eins hefur dregið úr einum af þekktum áhættu- þáttum, sýklalyfjanotkuninni. Hægt er að hafa áhrif á sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi með markvissri fræðslu og áróðri. V-69. Malaríusýkingar á íslandi 1980- 1997 Einar Kr. Hjaltested", Ingibjörg Hilmarsdótt- ir", Sigurður Guðmundsson2>, Már Kristjáns- son31 Frá "sýklafræðideild og 21smitsjúkdómadeild Landspítalans, "smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Malaría er einn stærsti heilbrigð- isvandi samtímans. Sjúkdómurinn er landlægur víða í þróunarríkjum og eiga 90% allra sýkinga sér stað í Afríku sunnan Sahara. Greindum malaríutilfellum hefur fjölgað verulega á Vest- urlöndum undanfarin ár. Tilgangur okkar er að athuga hvort innlögnum vegna malaríu hafi fjölgað á íslenskum sjúkrahúsum. Einnig var ætlunin að kanna klíníska og faraldsfræðilega þætti tilfellanna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var opin og aftursæ. Gerð var leit í sjúkraskrám og komu- nótum Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur að öllum þeim einstaklingum sem höfðu fengið greininguna malaría á tímabilinu 1980-1997. Niðurstöður: Nítján manns fengu greining- una malaría á Landspítalanum og Borgarspít- ala/Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árabilinu 1980- 1997. Á fyrri hluta tímabilsins (1980-1988) greindust sjö einstaklingar og á seinni hlutan- um (1989-1997) greindust 12. Þrettán (68%) sýktust á ferðalögum sem tengdust atvinnu þeirra og smitstaður var Afríka sunnan Sahara í 13 (68%) tilvikum. Ellefu (58%) tóku fyrir- byggjandi lyf. Algengustu einkenni voru hiti (95%), hrollur (58%), höfuðverkur (58%) og slappleiki (53%). Algengustu klínísk teikn voru hiti (>38°C) (74%), hraður hjartsláttur (>100/mín) (37%), miltisstækkun (21%) og lifrarstækkun (21%). Fimm (26%) voru með P. falciparum í blóðstroki, þrír (16%) með P. vivax og einn (5%) með P. ovale. Fjórir (21%) voru með eðlilegt blóðstrok og í sex tilfellum (32%) var ekki gerð tegundargreining á já- kvæðu blóðstroki. Fjórir (21%) voru með hemóglóbín undir 10,0 g/1. Þar af voru þrír með P. falciparum sýkingu. Fimm (26%) voru með blóðflögufæð (<100.000/pl blóðs). Þar af voru fjórir með P. falciparum sýkingu. Blóð- sykur var mældur hjá níu sjúklingum og reynd- ist enginn hafa blóðsykursfall. Sautján (89%) voru meðhöndlaðir með lyfjum og fengu þrír þeirra bakslag í sjúkdóminn eftir útskrift og þurfti að leggja þá inn á ný. Enginn lést af völdum sýkingarinnar. Ályktanir: Malaría greinist reglulega á ís- landi; 19 tilfelli eru þekkt á undanförnum 18 árum. Flestir sýktust í Afríku og var P. falcip- arum algengasti þekkti orsakavaldurinn. í rúm- um helmingi tilfella (10/19) var ekki gerð teg- undargreining á blóðstroki eða blóðstrok var neikvætt. V-70. Njálgsýkingar í íslenskum leik- skólabörnum Karl Skírnisson, Benóný Jónsson Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni njálgsýkinga í börnum í nokkr- um leikskólum í Reykjavík og Kópavogi. Efniviður og aðferðir: I nóvember og des- ember 1992 var leitað með svonefndri lím- bandsaðferð að ummerkjum um njálg í 184 af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.