Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 121
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
121
um um þá) var safnað á sýklafræðideild Land-
spítalans þar sem hjúpgerð þeirra og lágmarks-
heftistyrkur penicillíns og ceftríaxóns voru
ákvörðuð. Árin 1992, 1995, 1996 og 1997 var
algengi ónæmra pneumókokka kannað í nef-
koki heilbrigðra barna á fimm leikskólum í
Reykjavík. Frá 1991 hefur farið fram markviss
áróður gegn óhóflegri sýklalyfjanotkun, eink-
um hjá börnum. Upplýsingar um sýklalyfja-
notkun voru fengnar frá Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Niðurstöður: í árslok 1997 höfðu fundist
1.488 penicillín ónæmir pneumókokkar í sýn-
um frá sjúklingum (endurteknar jákvæðar rækt-
anir í sömu sýkingum aðeins taldar einu sinni).
Árlegt hlutfallslegt nýgengi þessara stofna var:
0%, 2,3%, 2,7%, 8,4%, 16%, 19,8%, 16,9%,
15,2%, 14,1% og 12,9%, á árunum frá 1988 til
1997 (í réttri röð). Flestir ónæmu stofnanna
tilheyrðu fjölónæma spænsk-íslenska klónin-
um af hjúpgerð 6B. Algengi penicillín ónæmra
pneumókokka í heilbrigðum börnum á leik-
skólum var mjög sambærilegt nýgengishlut-
falli viðkomandi árs. Þótt heildarsýklalyfja-
notkunin hafi aðeins minnkáð um 10%, minnk-
aði hún um 36% hjá börnum. Hlutfallslega
minnkaði notkun makrólíða og trímetóprím-
súlfa mest (um þriðjung).
Ályktanir: Nýgengi penicillín ónæmra
pneumókokka hefur minnkað síðan 1993. Að-
eins hefur dregið úr einum af þekktum áhættu-
þáttum, sýklalyfjanotkuninni. Hægt er að hafa
áhrif á sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi
með markvissri fræðslu og áróðri.
V-69. Malaríusýkingar á íslandi 1980-
1997
Einar Kr. Hjaltested", Ingibjörg Hilmarsdótt-
ir", Sigurður Guðmundsson2>, Már Kristjáns-
son31
Frá "sýklafræðideild og 21smitsjúkdómadeild
Landspítalans, "smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur
Inngangur: Malaría er einn stærsti heilbrigð-
isvandi samtímans. Sjúkdómurinn er landlægur
víða í þróunarríkjum og eiga 90% allra sýkinga
sér stað í Afríku sunnan Sahara. Greindum
malaríutilfellum hefur fjölgað verulega á Vest-
urlöndum undanfarin ár. Tilgangur okkar er að
athuga hvort innlögnum vegna malaríu hafi
fjölgað á íslenskum sjúkrahúsum. Einnig var
ætlunin að kanna klíníska og faraldsfræðilega
þætti tilfellanna.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var opin
og aftursæ. Gerð var leit í sjúkraskrám og komu-
nótum Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur
að öllum þeim einstaklingum sem höfðu fengið
greininguna malaría á tímabilinu 1980-1997.
Niðurstöður: Nítján manns fengu greining-
una malaría á Landspítalanum og Borgarspít-
ala/Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árabilinu 1980-
1997. Á fyrri hluta tímabilsins (1980-1988)
greindust sjö einstaklingar og á seinni hlutan-
um (1989-1997) greindust 12. Þrettán (68%)
sýktust á ferðalögum sem tengdust atvinnu
þeirra og smitstaður var Afríka sunnan Sahara í
13 (68%) tilvikum. Ellefu (58%) tóku fyrir-
byggjandi lyf. Algengustu einkenni voru hiti
(95%), hrollur (58%), höfuðverkur (58%) og
slappleiki (53%). Algengustu klínísk teikn
voru hiti (>38°C) (74%), hraður hjartsláttur
(>100/mín) (37%), miltisstækkun (21%) og
lifrarstækkun (21%). Fimm (26%) voru með P.
falciparum í blóðstroki, þrír (16%) með P.
vivax og einn (5%) með P. ovale. Fjórir (21%)
voru með eðlilegt blóðstrok og í sex tilfellum
(32%) var ekki gerð tegundargreining á já-
kvæðu blóðstroki. Fjórir (21%) voru með
hemóglóbín undir 10,0 g/1. Þar af voru þrír
með P. falciparum sýkingu. Fimm (26%) voru
með blóðflögufæð (<100.000/pl blóðs). Þar af
voru fjórir með P. falciparum sýkingu. Blóð-
sykur var mældur hjá níu sjúklingum og reynd-
ist enginn hafa blóðsykursfall. Sautján (89%)
voru meðhöndlaðir með lyfjum og fengu þrír
þeirra bakslag í sjúkdóminn eftir útskrift og
þurfti að leggja þá inn á ný. Enginn lést af
völdum sýkingarinnar.
Ályktanir: Malaría greinist reglulega á ís-
landi; 19 tilfelli eru þekkt á undanförnum 18
árum. Flestir sýktust í Afríku og var P. falcip-
arum algengasti þekkti orsakavaldurinn. í rúm-
um helmingi tilfella (10/19) var ekki gerð teg-
undargreining á blóðstroki eða blóðstrok var
neikvætt.
V-70. Njálgsýkingar í íslenskum leik-
skólabörnum
Karl Skírnisson, Benóný Jónsson
Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var
að kanna tíðni njálgsýkinga í börnum í nokkr-
um leikskólum í Reykjavík og Kópavogi.
Efniviður og aðferðir: I nóvember og des-
ember 1992 var leitað með svonefndri lím-
bandsaðferð að ummerkjum um njálg í 184 af