Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 125

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 125
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 125 að breiðvirka vækið sé á svæði sem er ekki breytilegt milli veirustofna. V-77. Stökkbreytnitíðni mæði-visnuveiru Páll J. Líndal, Robert Skraban, Svafa Sigurð- ardóttir, Valgerður Andrésdóttir Frá Tilraunastöð H1 í meinafrœði að Keldum Mæði-visnuveiran er retróveira sem barst til landsins með innflutningi á Karakúlfé árið 1933. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að af 20 kindum sem fluttar voru til lands- ins hafi tvær verið smitberar. Líklegt er að visna og mæði í hjörðum á Suð-Vesturlandi hafi breiðst út frá einum hrúti. Veirunni var út- rýmt með niðurskurði og var síðustu mæði- veiku kindinni lógað árið 1965. Retróveirur hafa mjög háa stökkbreytitíðni, sérstaklega er eyðniveiran (HIV) breytileg. Stökkbreytitíðni í hjúpprótíni mæði-visnu- veiru var athuguð með raðgreiningu og borin saman við stökkbreytitíðni í HIV. Þrír hópar voru athugaðir: 1. Breytileiki gena í veirum sem voru ein- angraðar úr kindum á Suð-Vesturlandi á árun- um 1950-1965 þegar mæði og visna gengu hér. Líklegt er að þessar veirur séu allar afkomend- ur veira sem innflutti hrúturinn frá 1933 bar. 2. Breytileiki gena í veirum sem hafa verið einangraðar úr tilraunakindum. Sýkingartil- raunir hófust á Keldum árið 1949 og hafa veir- ur verið fluttar úr einni kind í aðra. Athugað var hve miklar stökkbreytingar urðu á þessari leið. 3. Breytileiki gena í veirum sem hafa verið einangraðar úr kindum sýktum með klónaðri veiru. Visnuveira hefur verið klónuð á Keldum og er þá hægt að sýkja með einsleitri veiru. At- hugað var hve mikið veiran hafði stökkbreyst eftir sex mánaða sýkingu. Niðurstöður: Að meðaltali verða ein til þrjár stökkbreytingar á hverjum 1000 bösum á ári í hjúpprótíni veirunnar. Þetta er aðeins 'A-'/w af stökkbreytitíðni HIV. V-78. Þróun á DNA bóluefni gegn visnu- veirunni Helga María Carlsdóttir, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, Guðmundur Pétursson Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum Árið 1993 var fyrst sýnt fram á að bólusetning með DNA gæti veitt vernd gegn inflúensuveir- unni í dýratilraun (1). Síðar hefur DNA bólu- setning verið reynd í tilraunadýrum gegn ýms- um veiru-, bakteríu- og sníkjudýrasjúkdómum og í flestum tilfellum veitt vernd. Einnig hefur verið sýnt fram á að þessi aðferð til bólusetninga geti bæði framkallað svörun með myndun mót- efna (antibodies) svo og myndun frumubundins ónæmis með frumudrepandi T-eitilfrumum (cytotoxic T-cells). Vitað er að hið síðamefnda er mikilvægt til að ráða niðurlögum ýmissa inn- anfrumusýkla, þar á meðal veirum, en hefð- bundnar aðferðir til bólusetninga framkalla oft einungis mótefnasvar. Þessi nýja tækni til bólu- setninga er frábrugðin hefðbundnum aðferðum á þann hátt að notað er hreint erfðaefni (naked DNA). Geni prótínsins sem framleiða á ónæmis- svarið gegn er komið fyrir í tjáningarferju (ex- pression vector) sem er hönnuð með það í huga að tjá gen í spendýrafrumum. Best hefur reynst að sprauta bóluefninu í vöðva eða húð. Vöðva- frumur taka það upp og tjá viðkomandi gen og hefur þannig fengist bæði mótefnasvar og öflugt T-frumudráp. Markmið þessa verkefnis er að þróa nothæft DNA bóluefni gegn visnu í sauðfé sem orsakast af veiru úr lentiveiruflokknum, það er visnu- veirunni. Afar illa hefur gengið að þróa bólu- efni gegn lentiveirum, jafnt í mönnum sem dýr- um. Dæmi um lentiveiru sem sýkir menn er HIV-1 sem veldur eyðni. Takist að framleiða nothæft bóluefni gegn einni lentiveiru eru allar líkur á því að eftirleikurinn verði auðveldari með aðrar veirur af sama flokki. I upphafi verkefnisins hefur tekist að þróa ágætt genatjáningarkerfi í kindafrumum í rækt. Notaðar voru liðhimnufrumur úr kindafóstri (foetal ovine synovial cells) og voru tvær gena- tjáningarferjur reyndar. Hið þekkta gen ens- ímsins CAT (chloramphenicol acetyl transfer- ase) úr E-coli var notað sem merkigen (reporter gen) í ferjurnar til að mæla tjáninguna. Reyndist önnur ferjan, það er VR1012, tjá CAT í að minnsta kosti hundraðfalt meira magni en hin og var því afráðið að nota hana við framhald verkefnisins. Vinna er hafin með nokkur gen visnuveirunnar (gag, env, rev og tat) og verða þau klónuð inn í VR1012. Fáist tjáning á genunum í frumurækt verður ferjun- um sprautað í kindur til ónæmisprófana. HEIMILD 1. Ulmer JB, et al. Science 1993; 259: 1745-9. V-79. Tíðni nokkurra sníkjudýra, sem smitað geta menn, í íslenskum svínum Matthías Eydal", Konráð Konráðsson21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.