Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 126

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 126
126 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 Frá "Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum, 21dýralœkni svínasjúkdóma, embœtti yfirdýra- lœknis Á árinu 1994 voru fluttar til landsins gyltur frá Noregi og hafðar í sóttkví í Einangrunar- stöðinni í Hrísey. Við sníkjudýrarannsókn á saursýnum úr gyltunum og afkomendum þeirra fundust þrjár tegundir frumdýra (einfruma dýra); amöburnar Entamoeba polecki og Iod- amoeba buetschlii og bifdýrið Balantidium coli. I framhaldi af þessum greiningum var ákveð- ið að rannsaka hvort þessi sníkjudýr væru í ís- lenska svínastofninum, en ekki hafði áður ver- ið leitað sérstaklega að frumdýrum af þessu tagi í svínum hér á landi. Á árunum 1995-1996 voru tekin saursýni til rannsóknar úr slátur- og eldisgrísum frá 10 svínabúum (fimm sýni frá hverju búi) úr öllurn landsfjórðungum. Notuð var svonefnd formalín-ethylacetat þéttniaðferð á saursýnin í leit að sníkjudýrum. Frumdýrin B. coli og E. polecki fundust á öllum búunum, I. biitschlii á níu (90%) búum og auk þess fundust egg svínaspóluormsins Ascaris suum á tveimur (20%) búum. Heildar- tíðni var eftirfarandi (n=50): B. coli 86%, E. polecki 98%, I. bútschlii 40% og A. suum 10%. B. coli, E. polecki og I. bútschlii höfðu ekki áður verið greind í íslenska svínastofninum. Auk A. suum höfðu eftirtalin innri sníkjudýr áður fundist í íslenskum svínum: Frumdýrin Cryptosporidium parvum, Eimeria sp. og Isospora suis. Allar fjórar tegundirnar sem fundust í þess- ari rannsókn ásamt C. parvum geta smitað fólk en talið er að einungis B. coli, C. parvum og A. suum geti valdið sjúkdómi í mönnum. I sníkju- dýrarannsóknum á saursýnum úr um það bil 8000 manns hér á landi á undanförnum áratug- um hefur B. coli aldrei fundist. Fáein tilfelli hafa greinst af E. polecki og I. bútschlii en upp- runa þeirra mátti sennilega rekja til útlanda. Nokkur tilfelli hafa fundist af spóluormum (Ascaris spp.) í fólki á undanförnum árum og í einu tilfelli var sterkur grunur um að smitun hefði orðið á svínabúi innanlands. V-80. Lyfjanæmi Helicobacter pylori á ís- landi Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir", Hallgrímur Guðjónsson21, Karl G. Kristinsson31, Bjarni Þjóðleifsson21, Erla Sigvaldadóttir", Olafur Steingrímsson31, Einar Oddsson21 Frá "HI, 2lrannsóknarstofu í meltingarsjúkdóm- um lyflækningadeild Landspítalans, 3,sýkla- frœðideild Landspítalans Inngangur: Talið er að um 60% jarðarbúa séu sýktir af Helicobacter pylori. Langflestir eru einkennalausir en bakterían veldur langvar- andi magabólgu sem getur leitt til sáramyndun- ar og jafnvel magakrabbameins. I dag er mest notuð fjöllyfja sýklalyfjameðferð samhliða öfl- ugu sýruhamlandi lyfi við upprætingu H. pyl- ori. Árangur meðferðar er ekki síst tengdur næmi bakteríunnar fyrir sýklalyfjunum. Það hefur sýnt sig að slíkt lyfjanæmi er mjög breytilegt eftir löndum. Markmið rannsóknar- innar var að athuga lyfjanæmi H. pylori hér- lendis, en slíkt hefur lítt verið kannað. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu nóvem- ber 1997 til mars 1998 voru tekin með speglun- artækni vefjasýni úr maga rúmlega 100 sjúk- linga, sem komu á rannsóknarstofu í meltingar- sjúkdómum á Landspítalanum. Ef úreasa-próf var jákvætt voru sýni strax send í sérhæfða ræktun á sýkladeild Landspítalans. Þegar búið var að rækta upp stofnana var hamstyrkur (MIC) 91 stofns kannaður fyrir fimm sýkla- lyfjum; ampicillíni, klaritrómýcíni, erýtrómýc- íni, tetracýklíni og metrónídazóli með E-prófi. Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að Helico- bacter pylori var í öllum tilfellum (100%) næm fyrir ampicillíni og tetracýklíni. Onæmi gegn klaritrómýcíni og erýtromýcíni var 7,7% og ónæmi gegn metrónídazóli 6,6%. Ekkert kross- ónæmi reyndist milli makrólíða og metrónída- zóls. Ályktanir: Onæmi Helicobacter pylori fyrir metrónídazóli virðist minna á íslandi en víðast á Vesturlöndum, þar sem það er oft um 30%. Onæmi bakteríunnar fyrir klaritrómýcíni virð- ist hins vegar meira á íslandi en í nágranna- löndunum. V-81. Samanburður á tveimur þjálfunar- aðferðum fyrir hjartasjúklinga á Islandi Olöf R. Amundadóttir", Björn Magmisson21, Magnús B. Einarsson31, Þórarinn Sveinsson" Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HI, 2‘Endurhœfingar- stöð hjarta- og lungnasjúklinga, 3,Reykjalundi Annars stigs þjálfun hjartasjúklinga á Islandi hefst vanalega um sex til átta vikum eftir hjartaáfall eða hjartaaðgerð (CABG, PTCA). Reykjalundur er endurhæfingarstofnun þar sem einstaklingurinn dvelst í fjórar vikur, en á Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga er þjálfað þrisvar sinnum í viku að heiman,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.