Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 126
126
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
Frá "Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum,
21dýralœkni svínasjúkdóma, embœtti yfirdýra-
lœknis
Á árinu 1994 voru fluttar til landsins gyltur
frá Noregi og hafðar í sóttkví í Einangrunar-
stöðinni í Hrísey. Við sníkjudýrarannsókn á
saursýnum úr gyltunum og afkomendum þeirra
fundust þrjár tegundir frumdýra (einfruma
dýra); amöburnar Entamoeba polecki og Iod-
amoeba buetschlii og bifdýrið Balantidium coli.
I framhaldi af þessum greiningum var ákveð-
ið að rannsaka hvort þessi sníkjudýr væru í ís-
lenska svínastofninum, en ekki hafði áður ver-
ið leitað sérstaklega að frumdýrum af þessu
tagi í svínum hér á landi. Á árunum 1995-1996
voru tekin saursýni til rannsóknar úr slátur- og
eldisgrísum frá 10 svínabúum (fimm sýni frá
hverju búi) úr öllurn landsfjórðungum. Notuð
var svonefnd formalín-ethylacetat þéttniaðferð
á saursýnin í leit að sníkjudýrum.
Frumdýrin B. coli og E. polecki fundust á
öllum búunum, I. biitschlii á níu (90%) búum
og auk þess fundust egg svínaspóluormsins
Ascaris suum á tveimur (20%) búum. Heildar-
tíðni var eftirfarandi (n=50): B. coli 86%, E.
polecki 98%, I. bútschlii 40% og A. suum 10%.
B. coli, E. polecki og I. bútschlii höfðu ekki
áður verið greind í íslenska svínastofninum.
Auk A. suum höfðu eftirtalin innri sníkjudýr
áður fundist í íslenskum svínum: Frumdýrin
Cryptosporidium parvum, Eimeria sp. og
Isospora suis.
Allar fjórar tegundirnar sem fundust í þess-
ari rannsókn ásamt C. parvum geta smitað fólk
en talið er að einungis B. coli, C. parvum og A.
suum geti valdið sjúkdómi í mönnum. I sníkju-
dýrarannsóknum á saursýnum úr um það bil
8000 manns hér á landi á undanförnum áratug-
um hefur B. coli aldrei fundist. Fáein tilfelli
hafa greinst af E. polecki og I. bútschlii en upp-
runa þeirra mátti sennilega rekja til útlanda.
Nokkur tilfelli hafa fundist af spóluormum
(Ascaris spp.) í fólki á undanförnum árum og í
einu tilfelli var sterkur grunur um að smitun
hefði orðið á svínabúi innanlands.
V-80. Lyfjanæmi Helicobacter pylori á ís-
landi
Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir", Hallgrímur
Guðjónsson21, Karl G. Kristinsson31, Bjarni
Þjóðleifsson21, Erla Sigvaldadóttir", Olafur
Steingrímsson31, Einar Oddsson21
Frá "HI, 2lrannsóknarstofu í meltingarsjúkdóm-
um lyflækningadeild Landspítalans, 3,sýkla-
frœðideild Landspítalans
Inngangur: Talið er að um 60% jarðarbúa
séu sýktir af Helicobacter pylori. Langflestir
eru einkennalausir en bakterían veldur langvar-
andi magabólgu sem getur leitt til sáramyndun-
ar og jafnvel magakrabbameins. I dag er mest
notuð fjöllyfja sýklalyfjameðferð samhliða öfl-
ugu sýruhamlandi lyfi við upprætingu H. pyl-
ori. Árangur meðferðar er ekki síst tengdur
næmi bakteríunnar fyrir sýklalyfjunum. Það
hefur sýnt sig að slíkt lyfjanæmi er mjög
breytilegt eftir löndum. Markmið rannsóknar-
innar var að athuga lyfjanæmi H. pylori hér-
lendis, en slíkt hefur lítt verið kannað.
Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu nóvem-
ber 1997 til mars 1998 voru tekin með speglun-
artækni vefjasýni úr maga rúmlega 100 sjúk-
linga, sem komu á rannsóknarstofu í meltingar-
sjúkdómum á Landspítalanum. Ef úreasa-próf
var jákvætt voru sýni strax send í sérhæfða
ræktun á sýkladeild Landspítalans. Þegar búið
var að rækta upp stofnana var hamstyrkur
(MIC) 91 stofns kannaður fyrir fimm sýkla-
lyfjum; ampicillíni, klaritrómýcíni, erýtrómýc-
íni, tetracýklíni og metrónídazóli með E-prófi.
Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að Helico-
bacter pylori var í öllum tilfellum (100%) næm
fyrir ampicillíni og tetracýklíni. Onæmi gegn
klaritrómýcíni og erýtromýcíni var 7,7% og
ónæmi gegn metrónídazóli 6,6%. Ekkert kross-
ónæmi reyndist milli makrólíða og metrónída-
zóls.
Ályktanir: Onæmi Helicobacter pylori fyrir
metrónídazóli virðist minna á íslandi en víðast
á Vesturlöndum, þar sem það er oft um 30%.
Onæmi bakteríunnar fyrir klaritrómýcíni virð-
ist hins vegar meira á íslandi en í nágranna-
löndunum.
V-81. Samanburður á tveimur þjálfunar-
aðferðum fyrir hjartasjúklinga á Islandi
Olöf R. Amundadóttir", Björn Magmisson21,
Magnús B. Einarsson31, Þórarinn Sveinsson"
Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HI, 2‘Endurhœfingar-
stöð hjarta- og lungnasjúklinga, 3,Reykjalundi
Annars stigs þjálfun hjartasjúklinga á Islandi
hefst vanalega um sex til átta vikum eftir
hjartaáfall eða hjartaaðgerð (CABG, PTCA).
Reykjalundur er endurhæfingarstofnun þar sem
einstaklingurinn dvelst í fjórar vikur, en á
Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga
er þjálfað þrisvar sinnum í viku að heiman,