Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 127
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
127
klukkutíma í senn, alls 24 skipti. Markmið
rannsóknarinnar var að bera saman langtímaár-
angur þessara tveggja þjálfunaraðferða.
I rannsóknina voru valdir einstaklingar, bú-
settir á höfuðborgarsvæðinu sem innrituðust til
annars stigs hjartaendurhæfingar á tímabilinu
15. október 1996 til 31. maí 1997. Fjörutíu og
níu einstaklingar á aldrinum 30-75 ára hófu
rannsóknina. Hámarks súrefnisupptaka og af-
kastageta var metin í stöðluðu þrepaprófi fyrir
endurhæfingartímabilið, strax að því loknu og
einu ári síðar. Þrjátíu og sjö einstaklingar luku
rannsókninni.
Meðaltals hámarkssúrefnisupptaka var í
upphafi 1,96 1 O^/ mín (22,9 ml O^/mín/kg).
Eftir endurhæfinguna var hún 2,25 1 O^/ mín
(26,3 ml O^/mín/kg) og einu ári seinna 2,22 1
O9/ mín (25,5 ml O^/mín/kg). Hámarksvinnu-
getan var 155 W í upphafi (1,82 W/kg) en strax
eftir endurhæfingu 183 W (2,15 W/kg), og 177
W (2,03 W/kg) einu ári seinna. Aukningin sem
varð á meðan á endurhæfingunni stóð var töl-
fræðilega marktæk (ANOVA; p<0,05) í öllum
ofangreindum mælingum og var það líka ári
seinna. Hins vegar var ekki marktækur munur
á mælingunum strax eftir endurhæfingu og
heilu ári seinna.
Þegar þjálfunaraðferðirnar tvær voru bornar
saman fannst enginn tölfræðilegur marktækur
munur á þeim í ofangreindum þáttum. Árangur
annars stigs endurhæfingar hjartasjúklinga hér
á landi er sambærilegur við það sem þekkist
annars staðar (15-20%) og ekki er munur á ár-
angri þeirra tveggja þjálfunaraðferða sem not-
aðar eru hérlendis.
Rannsóknin var styrkt af Minningarsjóði
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
og Vísindasjóði háskólamanna í Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar.
V-82. Áreiðanleiki mælitækisins Andra
María Ragnarsdóttir
Frá endurhœfingardeild Landspítalans
Inngangur: Á endurhæfingardeild Landspít-
alans er í samvinnu við eðlis- og tæknideild
Landspítalans í þróun tölvustýrt mælitæki sem
mælir anterior-posterior þvermálsaukningu við
innöndun á tveimur stöðum á brjóstkassa og á
kvið hægra og vinstra megin. Markmiðið er að
hægt verði að mæla magn hárifja-, lágrifja- og
kviðaröndunar í sama andardrætti, bera saman
þvermálsaukningu á hægri og vinstri hlið og há-
rifja, lágrifja og kviðaröndun. Við tölvuleit fannst
ekkert mælitæki sem uppfyllir þessar kröfur.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna áreiðan-
leika mælitækisins Andra milli tveggja mælinga
á sama einstaklingi og bera niðurstöður mælinga
með tækinu saman við málbandsmælingar.
Efniviður og aðferðir: Að fengnu leyfi
Tölvunefndar rituðu átta starfsmenn endurhæf-
ingardeildar undir upplýst samþykki. Meðal-
aldur 33,6 ár. Mælitækið er sett saman úr sex
fjarlægðarnemum (Ultra-U rev B frá Senix
Corporation), tengiboxi sem tekur á móti
merkjum frá nemunum, tölvu og prentara.
Tengibox og tölvuforrit gerði Baldur Þorgils-
son verkfræðingur á eðlis- og tæknideild.
Mælt var í baklegu með kodda undir höfði
og pullu undir hnjám. Lengd viðbeins var mæld
og dregin lóðrétt lína frá miðju þess að nafla
báðum meginn. Nemarnir voru staðsettir á
línurnar yfir fjórða og níunda rifi og á móts við
naflann. Mæld var hvíldaröndun í eina mínútu.
Notuð var lýsandi tölfræði. Til að finna
breytileika á mun mælingar eitt og tvö var
reiknaður út mismunur á útkomu fyrstu og ann-
arrar mælingar frá nemunum sex hjá hverjum
einstaklingi og fundið meðaltal og staðalfrávik
mismunarins.
Niðurstöður: Meðaltalsmunurámælingu eitt
og tvö var 1,5 mm (SD 2,0) í kviðaröndun, 0,3
mm (SD 2,1) í lágrifjaöndun og 0,1 mm (ÍSD
2,1) í hárifjaöndun. Anterior-posterior ris var
að meðaltali 11,5 mm í kviðaröndun (SD 6,2),
4,4 mm (SD 2,3) í lágrifjaöndun og 4,9 mm
(SD 2,6) í hárifjaöndun.
Ályktun: Áreiðanleiki mælitækisins getur
talist ásættanlegur þar eð >95% mismunur
mælinga eitt og tvö er innan 1 SD frá meðaltali
málbandsmælinga.
V-83. Greining á skráningargögnum um
hjálparþurfi unglinga sem leituðu til
Rauða kross hússins
Eiríkur Örn Arnarson", Helgi Hjartarson2'
Frá "lœknadeild HI, 2,Dagvist barna Reykja-
víkurborg
Inngangur: I tilefni af 10 ára starfsafmæli
Rauða kross hússins var ákveðið að fara kerfis-
bundið yfir þær upplýsingar sem skráðar höfðu
verið um alla þá hjálparþurfi unglinga sem leit-
að höfðu til athvarfsins frá upphafi starfsem-
innar.
Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn frá
öllum þeim unglingum sem leituðu til neyðar-
athvarfsins frá 14. desember 1985 til 31. des-