Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 129

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 129
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 129 Tvenndarrannsóknir með samanburði við heilbrigða Jón Snœdal" Jakob Kristinsson2', Guðlaug Þórsdóttir'-21, Þorkell Jóhannesson21 Frá "öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 21rannsóknastofu í lyfjafrœði/Lyfjafrœðistofnun Inngangur: Kopar, cerúlóplasmín og súper- oxíðdismútasi (SOD), sem er koparensím, gegnir lykilhlutverki í þá veru að eyða súper- oxíðanjónfríhópum (02“-) í líkamanum. Cer- úlóplasmín, hið koparríka prótín í plasma, virð- ist vera mikilvægt redoxensím er gegnt gæti mikilvægu hlutverki í þá veru að eyða súrefnis- fríhópum í vefjum. I þessari rannsókn var reynt að varpa ljósi á, hvort breytingar á þéttni kop- ars í plasma, þéttni cerúlóplasmíns og virkni þess í plasma eða virkni SOD í rauðum blóð- kornum tengist Alzheimers sjúkdómi eða Park- insons sjúkdómi. Efniviður og aðferðir: a) Tvenndarrann- sóknir á Alzheimers sjúklingum með saman- burði við heilbrigða. Notuð voru 26-44 pör (sjúklingar + heilbrigðir af sama kyni og aldri) til rannsóknanna. Sjúklingarnir voru af báðum kynjum og voru valdir samkvæmt klínískum skilmerkjum (NINCOS/ARDA) og sjúkdómur- inn var gráðaður með MMSE-prófi á öldrunar- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sjúk- lingar með einkenni um hreyfingatruflanir frá djúphnoðum og sjúklingar og heilbrigðir með marktækt hækkuð lifrarensím voru útlokaðir. b) Tvenndarrannsóknir á Parkinsons sjúkling- um með samanburði við heilbrigða. Notuð voru 30-35 pör (sjúklingar + heilbrigðir af sama kyni og aldri) til rannsóknanna. Sjúkling- arnir voru af báðum kynjum og voru valdir samkvæmt klínískum skilmerkjum (minnst tvö af eftirfarandi skilmerkjum voru til staðar: stjarfi, fáhreyfni (akinesia), titringur, óstöðug- leiki) á taugasjúkdómadeild Landspítalans (Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir sérfræðingur í taugasjúkdómum). Sjúklingar sem jafnfamt höfðu klínísk einkenni um Alzheimers sjúk- dóm og sjúklingar og heilbrigðir með marktækt hækkuð lifrarensím voru útlokaðir. Kopar í plasma var ákvarðaður í Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins með atómgleypni- mælingu. Þéttni cerúlóplasmíns í plasma var ákvörðuð með mótefnatengdum mælingum í rannsóknastofu Landspítalans. Oxunarvirkni (oxidative activity) cerúlóplasmíns var ákvörð- uð í Rannsóknastofu í lyfjafræði með hvörfum við o-díanisidín og ljósfallsmælingu (manual kinetic assay) og sömuleiðis SOD-virkni í rauðum blóðkornum með ljósfallsmælingu. Wilcoxons matched-pairs signed rank test var notuð til þess að bera Alzheimers eða Parkin- sons sjúklinga saman við heilbrigða innan tvennda (matched-pairs). Marktækur munur var talinn vera, ef p var <0,05. Niðurstöður: í Alzheimers og Parkinsons sjúklingum var enginn munur á milli þéttni kopars í plasma miðað við heilbrigða (p>0,05). í báðum sjúklingahópum var virkni cerúló- plasmíns í plasma marktækt minni en í heil- brigðum (p=0,0005). Hjá Alzheimers sjúkling- um var þéttni cerúlóplasmíns óbreytt (p>0,05), en minnkuð í Parkinsons sjúklingum (p= 0,0025). SOD-virkni var hins vegar minnkuð í Alzheimers sjúklingum (p=0,019), en ekki í Parkinsons sjúklingum (p>0,05). Alyktanir: Minnkuð cerúlóplasmínvirkni og þar með minni redoxvirkni í vefjum tengist bæði Alzheimers sjúkdómi og Parkinsons sjúkdómi, sem eru algengustu hrörnunarsjúkdómar í mið- taugakerfinu á fullorðnum og gömlum aldri. Hvort þetta fyrirbæri er fremur orsök eða afleið- ing þessara sjúkdóma, verður ekki ráðið í á grundvelli þessara niðurstaðna. Hjá Alzheimers sjúklingum virðist virkni cerúlóplasmíns vera óháð þéttni, en gæti verið afleiðing af minni þéttni hjá Parkinsons sjúklingum. Sá munur er einnig á þessum sjúkdómum, að SOD-virkni í rauðum blóðkornum er minnkuð í Alzheimers sjúklingum en ekki í Parkinsons sjúklingum. Margt bendir til þess, að aukið oxunarálag (oxidative stess) vegna truflunar í gerð eða myndun prótína (ensím, flutningsprótín eða birgðaprótín), sem að réttu lagi eiga að binda og höndla lífsnauðsynlega málma (Fe, Cu, Mn og Zn), tengist uppkomu hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfínu. Afleiðing af þessu er, að jónir þessara málma taka í vaxandi mæli að skemma vefi vegna óhóflegrar myndunar súrefnisfrí- hópa (ekki síst OH') eða ef til vill annarra frí- hópa, enda þótt magn þeirra í líkamanum sé í heild innan eðlilegra marka. Þetta mætti kalla innri eiturhrif þessara málma. Frekari rannsóknir munu beinast að því að rann- saka aðra hrömunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu í þessu tilliti, ekki síst hreyfitaugahrömun (am- yotrophic lateral sclerosis) og Wilsons sjúkdóm. V-86. Taugalæknisfræðileg og taugasál- fræðileg samsvörun hjá öldruðu fólki Grétar Guðmundsson", ÞuríðurJ. Jónsdóttir21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.