Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 22

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 22
116 Rússneski bóndinn. [Stefnir , um þetta kviksyndi. Vagnar bænd- anna sökkva í leðjuna, og dæmi eru til þess að hross hafa alveg druknað og tapast í for. Gesturinn staðnæmist ósjálf- rátt þegar hann kemur í dyrnar á bændakofanum. Honum sortnar fyrir augum. Fýlan streymir á móti honum, eins og gufu væri hleypt út. Hann svíður í barkann. Dyrnar eru lágar; það verður að beygja sig til þess að komast inn, og jafnvel þegar inn er komið get- ur hávaxinn maður ekki staðið uppréttur. Það sýnist alveg óskilj- anlegt að nokkur mannleg vera skuli fá haldið lífi í þessari kytru. Ofninn tekur fjórða part af rúm- inu. Hann hlýjar kofann, á honum er maturinn soðinn, brauðið bak- að, föt þvegin og síðan ])urkuð og í honum baðar fjölskyldan sig. Börnin eru hálf hrædd við hann, en gamla fólkið hefst við uppi á honum. Alt gleypir þessi ofn! Timbur, hálm, tað, alt, sem til er. Það er ógaman að vera inni þegar verið er að kynda þennan ofn. Reykurinn fyllir kofann út í hvern krók og kima, kæfir andar- dráttinn og brennir sjáaldrið. Ofninn í bændakofunum er rör- laus og reykurinn fer allur út í kofann, þar til hann smá-þrýstist út í gegnum rifur á ræfrinu. Svo fer að hlýna meðan ofninn er heit- ur, en jafnskjótt sem hann kólnar verður kalt inni, því að kofinn er ekki skjólgóður. Frostið herðir að úti, svo að brakar í hreysinu. í hverri rifu glitrar hélan. Hér elur íólkið aldur sinn. Hér situr gamli maðurinn og fléttar bastskó, börnin leika sér og kon- urnar hafast hér við allan daginn og þeyta rokkana. Hér er þveginn þvottur og eldaður matur, og hér gráta ungbörnin í vöggu sinni. Við ofninn liggur kálfur og lamb og grís. Hér er hlýtt, en í penings- húsunum er svo kalt, að ungviðið nýfædda lifir þar ekki. Á nótt-. unni sefur alt í kös, karlar og konur, ungir og gamlir, menn og skepnur. Hreinlætið og heilsan á bæki- stöð sína í svitabaðinu. Svitabað- ið og rússneski bóndinn! Þar birt- ist sá feikna kraftur, sem býr í þessum þjóðflokki. Á hverjum laugardegi afklæðist hver eftir annan og skríður inn í ofninn. Þar er svo þröngt, að fullorðinn maður getur setið þar á hækjum, og þar er sjóðandi hiti. Þar situr svo músjikkinn, bóndinn, rauður af hita, og stynur af vellíðan. Svitinn bogar af honum, það er eins og hann ætli að springa, en

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.