Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Síða 22

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Síða 22
116 Rússneski bóndinn. [Stefnir , um þetta kviksyndi. Vagnar bænd- anna sökkva í leðjuna, og dæmi eru til þess að hross hafa alveg druknað og tapast í for. Gesturinn staðnæmist ósjálf- rátt þegar hann kemur í dyrnar á bændakofanum. Honum sortnar fyrir augum. Fýlan streymir á móti honum, eins og gufu væri hleypt út. Hann svíður í barkann. Dyrnar eru lágar; það verður að beygja sig til þess að komast inn, og jafnvel þegar inn er komið get- ur hávaxinn maður ekki staðið uppréttur. Það sýnist alveg óskilj- anlegt að nokkur mannleg vera skuli fá haldið lífi í þessari kytru. Ofninn tekur fjórða part af rúm- inu. Hann hlýjar kofann, á honum er maturinn soðinn, brauðið bak- að, föt þvegin og síðan ])urkuð og í honum baðar fjölskyldan sig. Börnin eru hálf hrædd við hann, en gamla fólkið hefst við uppi á honum. Alt gleypir þessi ofn! Timbur, hálm, tað, alt, sem til er. Það er ógaman að vera inni þegar verið er að kynda þennan ofn. Reykurinn fyllir kofann út í hvern krók og kima, kæfir andar- dráttinn og brennir sjáaldrið. Ofninn í bændakofunum er rör- laus og reykurinn fer allur út í kofann, þar til hann smá-þrýstist út í gegnum rifur á ræfrinu. Svo fer að hlýna meðan ofninn er heit- ur, en jafnskjótt sem hann kólnar verður kalt inni, því að kofinn er ekki skjólgóður. Frostið herðir að úti, svo að brakar í hreysinu. í hverri rifu glitrar hélan. Hér elur íólkið aldur sinn. Hér situr gamli maðurinn og fléttar bastskó, börnin leika sér og kon- urnar hafast hér við allan daginn og þeyta rokkana. Hér er þveginn þvottur og eldaður matur, og hér gráta ungbörnin í vöggu sinni. Við ofninn liggur kálfur og lamb og grís. Hér er hlýtt, en í penings- húsunum er svo kalt, að ungviðið nýfædda lifir þar ekki. Á nótt-. unni sefur alt í kös, karlar og konur, ungir og gamlir, menn og skepnur. Hreinlætið og heilsan á bæki- stöð sína í svitabaðinu. Svitabað- ið og rússneski bóndinn! Þar birt- ist sá feikna kraftur, sem býr í þessum þjóðflokki. Á hverjum laugardegi afklæðist hver eftir annan og skríður inn í ofninn. Þar er svo þröngt, að fullorðinn maður getur setið þar á hækjum, og þar er sjóðandi hiti. Þar situr svo músjikkinn, bóndinn, rauður af hita, og stynur af vellíðan. Svitinn bogar af honum, það er eins og hann ætli að springa, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.