Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 24

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 24
118 Rússneski bóndinn. [Stefnir um endar baðið venjulega í snjón- um. Það sem gengur af baðvatn- inu er borið inn í kofana og haft til þvotta. Sápa j^ekkist naumast. Til þess þvottar, sem sérstaklega á að vanda er notuð viðaraska. í henni eru leysandi efni. Bóndinn vill vera hreinn. Hann fær sér svitabað, fer svo í treyju, sem þvegin hefir verið í ösku og geng- ur svo hreinn á líkama og sál til kirkjunnar. Kirkjan er samkomu- hús rússneska bóndans. Konur koma þangað í marglitum klæðum. Þar sjást allir sterkustu litir, hvanngrænt, hárautt, himinblátt og margult. Það er eins og þær vilji láta þessa sterku liti bæta upp tilbreytingarleysið, og þeir stinga undarlega í stúf við and- litin, dökkleit, sorgmædd og dap- urleg. Litirnir eru nokkurskonar neyðaróp þessarar þrautpíndu þjóðar, sem öldum saman lifir í áþján, við ilt loft, hungur og sjúk- dóma. Það er alveg ótrúlegt, hve mikið hungur rússneska þjóðin þolir. í flestum þorpunum er sífeldur sultur. Við hér myndum deyja á einum mánuði ef við ættum að búa við mataræði rússneska bónd- ans. Kjöt bragðar hann aðeins á mestu tillidögum, tuttugu til tutt- ugu og fimm sinnum á ári. Súpa úr vatni með ofurlitlu af súrkáli hrærðu saman við, ef til vill með dálitlum mjólkurlit, súrt rúgbrauð, kartöflur og hráar gúrkur — þetta er maturinn, æ og æfinlega án allrar tilbreytni, og þó er það verst, að hann má aldrei eta lyst sína af þessu góðgæti! Sumstaðar er þetta að því leyti skárra, að þar er notað te. Te og rúgbrauð er þar Kelzta fæðan. Teið hlýjar og ornar. Menn eta ofurlítinn syk- urmola og drekka ósköpin öll af

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.