Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 27

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 27
Stefnir] Rússneski bóndinn. 121 hatri, neyð, vesalmensku og van- kunnáttu og lifa frjósömu félags- lífi í hjálpsemi og fórnfýsi. Þeir sem nú þekkja bóndann bezt, líta ekki jafn skáldlega á þetta, en þeir hafa jafnmikla trú á honum og. hinir. Maxím Gorki, skáldið mikla, er einn þessara manna, og hann ritar nýlega: „Smám saman og hraðar og hraðar mun bóndinn svelgja í sig aðrar stéttir Rússlands, bæði mentamannastéttina, sem sér okkur nú fyrir andlegri fæðu, og verkamenn bæjanna, sem reka iðn- aðarfyrirtækin. Bóndinn sezt að öllu því, sem menn hafa afrekað síðustu áratugina með þessum dæmalausa dugnaði. Það er nú alveg komið á daginn, að vakning rússneska bóndans kostar tortím- ing allra annara stétta í Rússlandi. Hitt er jafn víst, að þetta verður — að minsta kosti fyrst í stað — bændunum sjálfum dýrkeyptur sigur. En ekkert fær stöðvað þennan stórfenglega sjónleik. Hann verður leikinn til enda. Eitt er víst. Byltingin hefir dregið sitt hvassa plógjárn gegnum akur- lendi þjóðarinnar, og rist þar svo djúpt, að það grær aldrei. Þjóðin snýr aldrei aftur til gamla lands- ins, hverfur aldrei aftur til sinna fornu lífshátta. Eins og Gyðinga- þjóðin, sem Móses leiddi út úr þrældómshúsinu, hlaut að falla,. þannig hljóta einnig þessir þung- lamalegu, hálfviltu og ógæfusömu. vesalingar í sveitaþorpum Rúss- lands að falla. En ný kynslóð vel mentaðra, hygginna og djarf- mannlegra drengja, mun koma í stað þeirra. Og þetta mun, að minni skoðun, ekki verða nein „elskuleg og viðkynningargóð rússnesk þjóð“, heldur — loksins —þróttmikil og dugleg þjóð, sem lætur sér fátt um finnast alt það, sem hún sér sér ekki hag í. Hún mun alls ekki falla í stafi yfir kenning Einsteins eða þreyta sig á því að botna í Shakespeare eða Leonardo. En hún mun rannsaka vandlega, hve mikið gagn sé hægt að hafa af notkun flugvéla, eyða stórfé í ]>að, að rannsaka, að hve miklum notum yngingartilraunir Steinachs geti orðið við kvikfjár- ræktina. Hún mun brátt kunna að meta þægindi og hagsmuni rafmagnsins, gagnsemi búfræð- innar og kosti góðra vega. Hún mun vilja hafa lækni í hverju þorpi, lyf jabúð og duglegt slökkvi- lið. Hún mun geyma vandlega all- ar minningar liðinna ára, sem geta orðið henni leiðbeining í framtíðinni. Og því mun hún strax, er reykirnir taka að koma.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.