Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 32

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 32
126 lögreglumenn geta orðið með réttu móti. Það var sagt — nei annars, ég nenni ekki að fara að segja hneykslissögur. Elsie Dicker fór við og við til Evrópu. Hún þurfti náttúrlega að fullnuma sig, og svo þurfti hún að fullnuma sig ennþá betur. Og þá var það sem hún kyntist Stoney. Hann var laglegur mað- ur, ekki vantaði það, og ekki nema tíu árum eldri en hún. Stoney snerti ekki spil á leið- inni, heldur flögraði kringum Elsie eins og fluga kring um ljós. Amor litli var með í förinni og hæfði þau bæði í hjartað. Þeim kom saman um það, að þau skyldi strax fara til gamla mannsins þegar vestur kæmi, beina leið heim til hans. En þess þurfti alls ekki, því að Dicker gamli stóð á bryggjunni þegar þau komu. ,,Pabbi“, sagði Elsie, „má eg ekki kynna þig herra Barton?“ En Dicker leit á Stoney því augnaráði, að ef ástin hefði ekki verið á suðumarki, hefði hann áreiðanlega botnfrosið á hálfri mínútu. „Eg hefi þann .... að þekkja hr. Barton“, sagði hann, og ef þig langar til þess að vita meira um hann, þá skaltu koma upp á [Stefnir lögreglustöð og sjá lífshlaupið hans“. Stoney hefir víst verið búinn að vera „inni“ einu sinni og tals- vert oft í klípu. Upp frá þessu var heimsstyrj- öld milli Dickers og Stoney. En unga fólkið hittist oft, og víst er um það, að æfinlega fékk Stoney þykt bréf um leið og skipið lenti í New York. Eg fór víst með heila tylft af þeim til hans. Eg held að Stoney hafi boðið gamla manninum að hætta „sigl- ingum“ og gerast hæglætis mað- ur, ef hann vildi gefa honum stelpuna. En Dicker ætlaði að tryllast. Hann sat um Stoney, stundum fyrir það, að hann bæri á sér óleyfileg vopn og stundum fyrir annað verra, en honum Lókst ekki að hafa hendur í hári hans. Elsie trúði á Stoney. Þegar fað- ir hennar sagði henni að hann væri spilaþjófur, gerði hún ekki annað en brosa. „Hann hefir svo mörgu að sinna báðumegin hafsins“, sagði hún, „að það er von að hann þurfi oft að fara á milli“. En þegar gamli maðurinn fór að ryðja úr sér öllu því illa, sem hann vissi um Stoney, gekk Elsie snúðugt út úr stofunni og læsti sig inn í herbergi sínu. Karlar sem kunna það.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.