Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 37

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 37
Stefnir] Karlar sem kunna það. 131 hugsi, og ég var að reyna að gera mér grein fyrir, hvað hann væri nú að brugga. Þjónninn á þilfarinu var góður kunningi minn, og ég skaut því að honum að hafa augun hjá sér.En hann varð einskis var þá um kvöldið. Stoney reyndi ekki að ná tali af stúlkunni og lét sem hann þekti ekki Dicker. Það hefði nú áreiðanlega verið bezt fyrir gamla manhinn að hafa sig sem minst frammi á þessari ferð. En hann hataði Stoney svo innilega, að hann gat ekki setið á sér. Og þegar Stoney kom inn í reykskálann, daginn eftir, stungu farþegarnir saman nefjum hingað og þangað. Það var auðséð, að Dicker var bú- inn að kynna hann víða. Þegar Stoney settist svo við eitt borðið tók einn af farþegunum auglýs- ing af þilinu, þar sem menn voru varaðir við að spila við menn, sem þeir þekti ekki, og þóttist missa hana á borðið fyrir framan Stoney. Stoney stóð upp skömmu síðar og gekk til káetu sinnar. Dicker hafði eignast fjölda kunningja, og sátu þeir margir saman í reykskálanum þegar Stoney gekk út. ,,Hann skal ekki vaða uppi þar sem ég er viðstaddur", sagði hann hróðugur. „Og nú vil ég vara ykkur við því, ungu menn, að spila við þennan fant“. Hann var búinn að fá sér dá- lítið neðan í því, og var því skraf- hreifnari en áður. Hjá honum sátu 3 enskir háskólamenn. „Þið eruð enskir“, sagði hann, „og þið getið því enga hugmynd gert ykkur um það, hve djúpt amerískir bófar geta sokkið. Þessi karl þarna myndi stela stélfjöðrunum af engli, ef hann kæmist í færi við hann“. Hann hefir ví'st slept því við þá að hann hefði verið í þjón- ustu lögreglunnar, því að einn þeirra spurði hann um fortíð Stoneys. Dicker sagði þeim alt sem hann vissi og ögn í viðbót. „Ef hann vill fara að spila við ykkur þá kallið á gjaldkerann — eða mig“, sagði hann drýldinn. 'T'\ AGINN eftir stakk Stoney upp á því við ensku háskóla- mennina, hvort þeir ætti ekki að taka einn slag. En þeir kváðust ekki nenna að spila að sinni. „Þetta er leiðinleg ferð fyrir mig“, sagði Stoney. „Ég gæti náttúrlega fengið Lafferson í

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.