Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 42

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 42
136 Karlar sem kunna það. [Stefnir „Eg er víst ekki sérlega kær- kominn gestur, herra Dicker", sagði hann. „Eg er Barclay, yfir- maður í Scotland Yard.“ Gamli maðurinn varð náfölur. „Eg hefi horft á yður spila nokkra daga,“ sagði maðurinn. „Eg hefi að vísu ekki getað séð hvernig þér farið að því, en eg veit að þér hljótið að hafa auka- spil í vösunum og notið þau til fjárdráttar.“ Dicker gamli þóttist verða afar- reiður, en röddin skalf í honum. „Jæja“, sagði maðurinn, „ef þér takið þessu svona, þá verð eg að taka yður með mér til skip- stjórans, og leita á yður frammi fyrir honum. Væri ekki skárra að eg gerði það hérna í einrúmi." „Þetta var gamansemi", sagði Dicker, og reyndi að láta sem honum væri sama. „Eg er aaðug- ur maður. Eg vildi bara sýna þessum bófum í tvo heimana." „Á eg að leita á yður hérna, eða viljið þér koma til skipstjór- ans?“ Dicker var of kunnugur leyni- lögreglunni til þess að halda í raun og veru, að hann gæti kom- ist undan með svona refjum. — Hann stóð því grafkyr og lét hinn vaða ofan í vasa sína og taka 10 spilabunka upp úr þeim. Hér um bil 5 mínútum síðar var hringt á mig frá dagstofu Dickers, og var erindið það, að' sækja Stoney. Eg veit náttúrlega ekki hvað gerðist þarna inni, en eg get farið nærri um það. — Leynilögreglumaðurinn fór af skipinu í fyrstu höfn með 2000 dali upp á vasann. Og Elsie Dick- er var ekki búin að vera nema 2 daga í Lundúnum þegar hún var hringtrúlofuð Stoney. Ungu: hjónin komu með skip- inu véstur til Ameríku í brúð- kaupsferð, en Dicker varð eftir. Hann fór til Parísar, og hvern rakst hann þar á annan en Barc-, lay „yfirmanninn í Scotland -Yard.“ Hann sat þar inni í reyk- skálanum í Grand Hótel. Sá sem var með Dicker benti honum á manninn, og af því að honum var kunnugt um það, að þeir höfðu engir vinir verið, Dicker og Stoney, sagði hann: „Þér skuluð vara yður á þessum náunga. Það er hann Lafferson, einn af fé- lögum Stoneys." Það var seint séð. Aulinn hann Dicker, að hann skyldi ekki spyrja. mig að því strax á skipinu. En hann spurði mig ekki og því' þagði eg.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.