Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 54
148
Milli fátæktar og bjargálna.
[Stefnir
manna eða neyzluvörur, en sem
mest eigi að taka með beinum
sköttum svonefndum, þ. e. með
því að taka handa ríkissjóði og
sveitasjóðum stighækkandi hluta
af tekjum manna og stofnana,
eða af tekjum þeirra að tilkostn-
aði frádregnum. I hreinni og
fullkominni mynd birtist þessi
stefna hjá kommúnistum, þegar
þeir halda því fram, að enginn
eigi að fá að halda til eigin þarfa
eða sem sinni eign meiri árstekj-
um, en sem svarar þurftarfram-
færi handa honum og fjölskyldu
hans. Það, sem hann kann að
afla þar fram yfir eigi að taka
af honum í skatta til opinberra
þarfa.
Að þessu sinni skal nú aðeins
athugað hvor af þessum tveim
stefnum er líklegri til þess að
greiða fyrir eignaaukningu þjóð-
arinnar, fyrir aukinni framleiðslu
og hækkandi kaupgjaldi, fyrir
vaxandi velmegun og vellíðan
yfir höfuð.
Til þess að fyrirbyggja allan
misskilning skal það þó tekið
fram, að eins og hér er ástatt
verða þarfir ríkissjóðs og sveitar-
sjóða svo miklar móts við gjald-
getu landsmanna, og skattarnir
í heild hljóta að vera svo háir,
að enginn nothæfur skattstofn
má með öllu missast úr skatta-
kerfinu. Spurningin verður því
ekki um það, hvort vér eigum að
taka allar tekjurnar með tollum
af munaðarvörum, eða allar
með beinum sköttum. Hvorugt
mundi reynast framkvæmanlegt,
og hvorttveggja mundi koma ó-
hæfilega misjafnt niður. Spum-
ingin verður aðeins sú, hvor
stefnan sé hollari, að taka sem
mest með munaðarvörutollum,
eða sem mest með beinum skött-
um.
Vér byggjum þá á þeirri niður-
stöðu, sem áður var fengin,
að undirstöðuatriði allra efna-
legra framfara er það, að sem
minstur hluti af árlegum af-
rakstri efnahagsstarfseminnar í
landinu gangi til árlegrar eyðslu
eða neyzlu, en sem mestur hluti
verði eftir óeyddur og verðmætið
fest í stofnfjármunum þeim, sem
eru undirstaða aukinnar velmeg-
unar.
Tollar á munaðarvöru og öðr-
um ónauðsynlegum eða miður
nauðsynlegum varningi hafa þann
auðsæja kost, að þeir draga úr
neyzlu eða notkun þessara hluta.
Þar með lækkar sú upphæð, sem
greidd er árlega út úr landinu
fyrir slíkan vaming, og jafnmik-
ið hækkar þá sú upphæð, sem