Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 60

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 60
.154 Skoðanakúgun. [StefnLr legri, að hún gerir menn að þræl- um svo að segja án þess að þeir viti, og heldur þeim þar í mjúkum en óslítandi Gleipni. Þetta er sú skoðanakúgun sem óhjákvæmilega fer í kjölfar só- síalismans ef hann nær fullum tökum og „þjóðnýtir“ alt, tekur ríkisrekstur á öllu. Því að þar fylgja einnig með blöð, bækur og hvað eina, sem haft er til þess að hafa áhrif á skoðanir manna. Það er „þjóðnýting“ á skoðunum, en sú þjóðnýting þýðir ekkert ann- að en það, að engar skoðanir heyrast nema skoðanir valdhaf- anna. Valdið yfir fréttatækjunum og „própaganda“-tækjunum er sterk- asta vald nútímans. Því eru ná- lega engin takmörk sett. Þeir fáu menn, sem þeim tækjum ráða í framtíðarríki sósíalista, verða drottnarar, og um þau stendur bardaginn eins og um hásætin á •einveldistímunum. Þetta er eitt hið skaðlegasta við fullkominn ríkissósíalisma. — Hann setur valdið yfir sálum mannanna í hendur eins eða fárra manna, hneppir þær í þrældóm undir einn eða fáa galeiðuhöfð- ingja. Á stríðstímunum leyfðu menn sér margt vegna yfirstandandi neyðar. Þjóðirnar sættu sig við alt, sem talið var sigurvænlegt. Og þá tóku stjórnirnar þessi fréttatæki í sínar hendur eftir því sem hægt var, og héldu við stríðs- æðinu. Var þó langt frá, að þetta væri gert til fullnustu. í síðasta hefti Stefnis var getið um aðfarir Rivera við blöðin á Spáni, og fascistar á Italíu láta ekki heldur fólkið fá að heyra nema það sem þeim þykir gott. En dæmið er þó bezt að sækja til þess eina lands, sem hefir hlot- ið „blessun" sósíalismans í fullum mæli. 1 Rússlandi hefir ráðstjórn- in á sínu valdi öll fréttatæki, blöð, bækur, kvikmyndir. Og reynslan sýnir, að fyrir þessu ógurlega valdi stendur alt varnar og hjálp- arvana. Þar ræður nú fullkomin skoðanakúgun. Stalín, einvalds- herrann, hefir þetta vopn í hendi sér, og í því liggur leyndardómur- , inn við vald hans. Enginn maður í Rússlandi fær að vita annað en það, sem Stalín vill. Engar fréttir berast nema þær, sem hann vill, og eins og hann vill laga þær. Enginn fær þar að heyra nema annan máls- aðiljann. Þeir vita ekki betur þar, en að bolsjevisminn sé sú eina

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.