Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 66

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 66
160 Prá Alþingi 1929. [Stefnir hefði verið samþyktur eins og af stjórnarfrumvörpunum, til þess að sjá, hvað hér er á ferð. Þá hefði áreiðanlega ekki ver- ið hægt að segja, að þingið 1929, hefði verið ómerkilegt þing. Þá hefði orðið að velja því eitthvert annað lýsingarorð. Nokkurskonar stjórnarfrumvörp. Meðal frumvarpa sósíalistanna voru þó nokkur, sem ekki voru stærri né mikilsverðari en það, að þeim má líkja við stjórnar- frumvörpin. 1 þeim hóp er t. d. frumvarp Haralds Guðmundsson- ar um bann gegn líkamlegum refsingum. Mætti leggja það í skiftum móti öðru hvoru bæja- nafnafrumvarpi stjórnarinnar. Er ekki ósennilegt að Haraldur hafi borið þetta nauða-ómerka frum- varp fram til þess að láta fella það, og segja svo á eftir að ekki færist mönnum að atyrða skóla- stjórann á Akureyri úr því að þeir vildi ekki banna líkamlegar refsingar. Víst er nú það, að skólastjóramálið á Akureyri og framkoma sósíalista í því hefir orðið þeim æði stór og og erfiður kökkur fyrir brjósti. En meðferð málsins varð sú, að þessi högg- staður fekkst ekki. Þá var frv. frá sósíalistum neðri deildar um hlutafélög, og var það aðalefni þess, að opna öllum aðgang að reikningum og hag allra hlutafélaga. Þessi hnýsni í hag og reikninga allra fyrir- tækja er eitt af vopnum sósíal- ista í baráttunni. Þeir vita sem er, hve rótgróið það er í mönn- um, að vilja halda öllum þess háttar upplýsingum innan félags, og því nota þeir þessa aðferð til þess að fæla menn frá fyrirtækj- um, gera menn leiða á þeim, al- veg eins og þeir nota þrælslegar skattaálögur til þessa sama. En takmark allra þessara ráðstaf- ana er auðvitað þjóðnýtingin. — Þegar einstaklingarnir ganga frá, tekur hið opinbera við. Alveg í þessa sömu átt gekk tillaga þeirra um rannsókn á togaraútgerðinni, nema að þar var beinlínis orðað, hver tilgangurinn var. Smávægileg voru: frv. Erlings um vigt á síld, sérleyfi til þess að fleyta vikri niður eftir Jökulsá, um vélgæslu á mótorskipum o. fl.. og sýna ekki annað en þetta, hvernig sósíalistar líta á sig eins og nokkurskonar landstjórn, sem verði að koma með allskonarN „landsins gagn og nauðsynjar" fyrir þingið. Talsvert varhugaverðara var frv. Haralds um bann gegn botn-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.