Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Síða 70

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Síða 70
164 verið sagt, er það augljóst, að ef þessar ráðstafanir draga úr ein- staklingsframtakinu aðeins V8o part, þá etur það sig upp sjálft og gagnið verður ekkert fyrir al- menning. Ef meira dregur úr framtakinu, verður skaði að frum- varpinu. Árangurinn sá einn, að fáeinum mönnum, og það ekki þeim fátækustu (því að þeir geta ekki borgað 15%), er gefinn h. u. b. þriðjungur af verði þeirra húsa sem þeir reisa, en þeir fátækustu verða að gjalda fyrir, með hærri húsaleigu. En auk þessa er ekki hægt að neita því, að hér var um mál að ræða, sem fór þverlega í bág við alla stefnu þingsins á undanförn- um árum. Hér var verið að gera ráðstafanir og leggja fram opin- bert fé til þess að greiða, fólki götu úr sveitunum í bæina. Ýmsum þótti það því æði und- arlegt, þegar forsætisráðherra tók þetta mál upp á arma sína, gerði við það mjög víðtækar breyting- artillögur og hélt því fram til sig- urs. Var breyting forsætisráðherra einkum í því fólgin, að ríkissjóð- ur skyldi leggja fram jafnt tillag móti bæjarsjóðum, eða 2 krónur á mann. Er þetta miklu hærra tillag heldur en eftir frv. Héðins, [Stefnir eins og sjá má með því að taka aftur Réykjavík til dæmis. Eftir frumvarpi Héðins átti rík- issjóður að leggja fram Vio bygg- ingarkostnaðar. Byggingarkostn- aður gat hæst orðið í 20 ár, sam- kvæmt framansögðu, 1,3 miljónir, og framlag ríkissjóðs þá alls í 20 ár 130 þúsund krónur. En eftir tillögum Tryggva legg- ur ríkissjóður Reykjavík 50 þús- und krónur á ári, en það verður á 20 árum 1 miljón króna. Myndi það svara til um 700 þús. króna í eitt skifti fyrir öll. Eftir tillögum Tryggva er því byrðin á rikissjóði ef miðað er við 20 ár, h. u. b. 5—7 sinnum þyngri en Héðinn nokkru sinni fór fram á. En því er ekki að neita, að nú gat sjóðurinn starfað talsvert meira.Má telja svo, sem hann hafi eftir þessum tillögum getað bygt fyrir fast að 3 miljónum (2.8). Og þó mega þessar framkvæmdir allar ekki draga úr einstaklings- framtaki nema liðl. V-io til þess að alt sé við það sama og er. Ein- staklingarnir byggja sem svar- ar fyrir 100 miljónir á 20 árum, en með öllum þessum framkvæmd- um komast ekki upp hús fyrir nema 2.8 miljónir á 20 árum. Frá Alþingi 1929.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.