Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 11
Stefnir]
Lífsskoðanir og stjórnmál.
9
ar við í þesu landi, við annars
vegar, en hinir svonefndu ,rauðu‘
flokkar hinsvegar, þ. e. kommún-
istar, sósíaldemokratar (sem
ranglega hafa nefnt sig „Jafnað-
armenn“) og svo Framsóknar-
flokkurinn, sem vitanlega hefir
engri eðlisbreytingu tekið, þótt
sumt af honum kalli sig nú
Bændaflokk. Við vitum það vel,
að sömu mennirnir hafa gengið
ofan á hjá öllum þesum flokkum,
hafa tilheyrt þeim til skiftis, og
verið studdir af þeim sameigin-
lega til vegs og áhrifa með þjóð-
inni. Við vitum það einnig, að
þessir sömu menn tala og rita
alveg í sama tón, hvort sem þeir
heyra til „Framsókn" eða Sósíal-
istum, eða hvort sem þeir eru í
sósíalistaflokknum eða komnir
yfir í kommúnistaflokkinn. Við
vitum, að á sviði bókmenntanna
eiga menn af öllum þessum flokk-
um sín sameiginlegu átrúnaðar-
goð og að kommúnistiski rithátt-
urinn og kommúnistisku lífsskoð-
anirnar í skáldskap„og ritgerðum
hafa því nú um skeið átt vísasta
lesendur og aðdáendum meðal
þjóðarinnar. Það hefir því verið
freisting fyrir þá, sem hafa haft
einhverja ástríðu til að tala og
rita, að ganga þeirristefnuáhönd,
og eru mörg dæmi þess, að menn
hafi fallið fyrir þeirri freistingu,
af því að með því móti þóttust
þeir tryggja sér athygli og álit
fjöldans, auk þess sem helzt hefir
borgað sig fjárhagslega það, sem
ritað hefir verið í þeim tón. Svo
rammt hefir kveðið að þessu, —
hve ritverkum slíkra manna hefir
verið hampað meira en öllu öðru,
að menn, sem teknir eru alvar-
lega, hafa látið þá fullyrðingu frá
sér fara, að einu ritfæru menn-
irnir á Islandi væru í hópi sósíal-
ista og kommúnista!
Það er einnig kunnugt, að
Kommúnistar í öllum löndum
sækjast mjög eftir því að komast
að skólum sem kennarar til þess
að geta haft áhrif á ungt mennta-
fólk.
Hér á landi hafa Sósíalistar og
Framsóknarmenn ekki haft meira
við þetta að athuga en svo, að
þeir hafa, meðan þeir hafa ráðið
yfir menntamálum þjóðarinnar,
gert sér sérstakt far um að koma
sem flestum mönnum með marx-
istiskar lífsskoðanir að skólum
ríkisins. — Meginþátturinn í
skólamálastefnu Jónasar frá
Hriflu beindist að þessu, og eg sé
litla breytingu á orðna, þótt einn
af þjónum kirkjunnar hafi setið
í sæti hans nú um hríð. — En nú