Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 16
14
Lífsskoðanir og stjórnmál.
[Stefnir
horfzt í alvöru í augu við þá stað-
reynd, að þeir bæru ábyrgð á
gerðum sínum gagnvart tilver-
unni allri — um eilífð.
Ráðvendni, skyldurækni ogvirð-
ing fyrir öðrum mönnum eru verð-
bréf, sem missa gildi sitt að mestu
eða öllu, ef þau eru ekki tryggð
með trúnni á eilíft gildi manns-
sálarinnar. —
Eg vona, að þetta geti nægt til
að gefa hugmynd um, hvaða lífs-
skoðanir ráða mínum stjórnmála-
skoðunum, og þannig hygg eg að
mörgum Sjálfstæðismönnum sé
farið, og eg get bætt því við, svo
orð mín verði síður tekin sem yfir-
drepsskapur og fánýtur vaðall,
að mér hefir staðið það til boða
að selja þessa sannfæringu og
ganga ,,rauðu“ flokkunumáhönd,
en lífsskoðanir mínar hafa bann-
að mér það, og hefi eg þó oft haft
eins mikla ástæðu til að koma
henni í verð eins og ýmsir hér á
landi, sem með slíka hluti hafa
verzlað.
Þess vegna finnst mér, flokks-
bræður góðir, að eg hafi fullan
rétt til að beina þeirri spurningu
til yðar, hvort þér haldið, að það
sé rétt, að þessi flokkur láti sér
allar lífsskoðanir á sama standa.
Haldið þér, að þær stjórnmála-
skoðanir, sem við aðhyllumst,
muni eiga langan aldur fyrir
höndum, ef allt er látið reka á
reiðanum með lífsskoðanir fólks-
ins? Haldið þér, að margir taki
einstaklingsfrelsið okkar alvar-
lega þegar til lengdar lætur, ef
efnishyggja og sjúk raunhyggja
fá að eitra lífsskoðanir fólksins í
friði? Haldið þér, að það sé sama,
hvaða lífsskoðanir fólkinu eru
fluttar í skáldsögum, ljóðum,
tímaritum og blöðum, útvarpi,
kvikmyndum, leikhúsi? Haldið
þér, að það sé sama, hvaða lífs-
skoðanir kennararnir hafa, sem
móta sálarlíf barna vorra í skól-
unum? Haldið þér, að það geri
ekkert til og hafi engin áhrif, að
búið er að skipa mönnum með
marxistiskar lífsskoðanir í flest
þau sæti í þjóðfélaginu, sem lík-
leg eru til áhrifa á þessum tím-
um? Haldið þér, að þetta allt
saman hafi engin áhrif á hugsun-
arhátt framtíðarinnar í þessu
landi?
Eg hefi stundum freistazt til að
álíta, að meðvitundin um þessi
efni væri óþarflega dauf innan
þessa flokks. Innan þessa flokks
hefir löngum verið litið svo á, að
viss svið þjóðlífsins ættu að hald-
ast utan við flokkadeilur. Menn
hafa litið svo á, að mennta- og
menningarmál öll væru þess eðlis,