Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 24
22
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
ir 1V4 milj. krónum, eðá næstum
því tíunda hluta ríkisteknanna.
Árið 1925 var annað góðæri í
röð, og urðu því ríkistekjurnar
afarmiklar, eða fullar 16 miljónir
kr. Þá var samt sem áður svo
spart á haldið, að tekjuafgangur
varð 5.123.000 krónur. Borgað-
nr voru lausaskuldir 3.876.280 kr.
Sjóður hækkaði upp í 3.731.000
kr. Og 'svo mikið var afborgað
alls, að skuldir lækkuðu niður í
11.832.000 kr. Vaxtabyrðin var
enn yfir 1 milj., en nú var búið
að grynna svo á skuldunum, að
þes^i hvimleiði gjaldaliður hlaut
að lækka stórkostlega.
Þetta kom sér líka vel, því að
næstu tvö ár gekk yfir landið
skæð fjárkreppa (verðfall á fiski
og kolaverkfallið o. fl.). Tekj-
urnar rýrnuðu því mjög og at-
vinnuvegirnir börðust í böltkum.
Skuldir höfðu verið borgaðar svo
ríflega, að vaxtabyrðin komst nið-
ur í um 700,000 kr., en á hinnbóg-
inn hafði sjóðseignin aukist svo,
að ríkissjóður mátti við nokkrum
halla á búskapnum. Nú var því
snúið sér að því, að létta lcrepp-
una eins og unnt var. Það var gert
með þessu:
1. Sköttum var létt af. Tollar
á kolum, olíu og salti voru lækk-
aðir, tunnutollur felldur niður og
kornvörutollur, 25 % gengisvið-
aukinn á vörutollinum var af-
numinn og verðtollurinn lækkað-
ur að mun. Þessar ívilnanir námu
að minnsta kosti 1 miljón á ári.
2. Verklegar framkvæmdir
voru auknar til þess að hamla
móti atvinnuleysi því, sem jafn-
an fylgir í kjölfar kreppunnar.
Þessi tvö ár var varið um kr.
3.000.000 í þessu skyni.
3. Engar nýjar skuldir voru
stofnaðar, sem ríkissjóður þurfti
að standa straum af, en rífleg og
mjög hagstæð lán voru tekin
handa Veðdeild (5. fl.) og Rækt-
unarsjóði til þess að örva fram-
kvæmdir og létta þannig krepp-
una.
Nokkur halli varð á rekstri
ríkisbúsins af þessum ráðstöfun-
um (um 114 millj. samtals bæði
árin), en það var halli, sem bú-
ið var að sjá fyrir með fjársafni
fyrirfram. Á þann hátt á ríkis-
sjóður að vera nokkurskonar
miðlun milli góðra og lakra ára,
safna í góðærunum til þess að
geta miðlað ríflega í vondu ár-
ferðinu. I árslok 1927 eru enn
3,3 millj. í sjóði.
Þannig var þá ástandið í árslok
1927. Skuldir höfðu lækkað um
meira en þriðjung og vaxtabyrð-
in svipað. Framkvæmdir voru