Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 32
30
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
haldgott til lengdar og þá var
hlaupið í það vígi, að játa fjár-
eyðsluna, en verja hana með því
að stjórnin hefði varið fénu svo
vel, að landsmenn ættu að vera
þakklátir stjórninni. Þetta er sú
aðferð, sem höfð er í bókinni
frægu, sem stjórnin lét gefa út,
og varði til þess tugum þúsunda
króna úr ríkissjóði í fullkomnu
heimildarleysi, í þeirri bók er
beinlínis gumað af því, hvuð
stjórnin hafi farið langt fram úr
heimildum fjárlaga.
Þessháttar aðfarir ríkisstiórn-
ar eru vitanlega mjög alvarleg
brot á embættisskyldu ráðherr-
anna, og ættu þeir, sem slíkt gera,
að sæta ábyrgð fyrir landsdómi
— hvort sem fénu er vel eða illa
varið. Því að það er þingsins og
einskis annars að ákveða til hvers
skuli verja fé ríkisins og hve
miklu. En hér kastarsvotólfunum,
að á þeim liðum fjárlaganna, sem
telja má áætlunarupphæðir, tók
ríkisstjórnin sér fullkomið fjár-
veitingarvald.
En auk þessarar almennu
skyldu ríkisstjórnarinnar að-fara
eftir fjárlögum, verður aldrei
út skafið, að stórfé var hent í
hreint og beint fjársukk, og oft-
ast til þess að gera flokksmönnum
greiða eða draga fram hluta
flokksins og stjórnarinnar sjálfr-
ar. Má nefna þar sem dæmi bók-
ina, sem nú var minnst á, sem ein-
göngu er gefin út til þess að vinna
stjórninni fylgi með staðlausu
gumi af stórvirkjum hennar.
Bókinni var dreift út í þús-
undatali áður en Landsreikning-
urinn fyrir 1930 kom út með
myndina af fjárhagnum eins og
hún var orðin af þessu háttalagi.
En rétt til þess að sýna, hvort allt
féð fór í þarfa og þjóðnýta hluti,
og hvernig á því var haldið má
nefna fáein af fjölda dæma úr
landsreikningnum.
Úr landsreikningi fyrir 1928:
Til utanferða ráðherra var
veitt 6000 kr. en varð 11,396 kr.
Risnufé var veitt 4000 kr. en varð
8000 kr. Ferðastyrkir til útlanda,
úthlutað af stjórn 6000 kr., en
varð 25,000 kr. Auk þess ýmsir
ferðastyrkir á öðrum liðum, um
25,000 kr. eða alls 50,000 kr. í
stað 6000 kr.
Þá var sukkað með landhelgis-
sjóð. Hestahald sjóðsins var 6,814
krónur, og var þó Tíminn búinn
að hamast út af þessum hestum
áður, bíll kostaði 11,500 kr. o. s.
frv.
Hvanneyrarf jósið má telja hér.