Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 33
Stefnir]
Stjómmálaþættir.
31
Til þess voru veittar 9 þúsundir,
en það kostaði um 130.000 kr.
Úr landsreikningi 1929:
Það er smáræði, að „Tíman-
um“ eru borgaðar 398 krónur
fyrir að birta dóminn gegn Jóh.
Jóh. bæjarfógeta, en bragðið af
því er ósvikið Framsóknarbragð.
Til setudómara eru ætlaðar 5000
kr., en Karl Einarsson fær á árinu
8,651 kr., og kostnaðurinn á liðn-
um er alls 11,124 kr. Til embætt-
iseftirlits eru ætlaðar líka 5000
kr., en borgaðar 15,109 kr. eða
meira en þreföld upphæðin. Þá
eru greiddar án heimilda 9,450
kr., fyrir „útdrátt nokkurra
mála“. bók sem Jónas Jónsson
lét gera til ofsóknar, en bókin var
þá alls ekki komin út. Til að reisa
héraðsskóla eru veittar 20,000
kr., en greiddar voru 137,458 kr.,
eða næstum því sjöföld fjárveit-
ing. Ferðastyrkir eru veittir 6000
kr., en eytt 18,055 kr., og auk
þess ýmsum samskonar styrkjum
dreift á aðrar greinar, samtals
11,787 kr. eða alls 29,842 kr., og
er það rétt að segja fimmfölduð
f járveitingin, sem varið er til þess
að þóknast ýmsum hlaupadýrum
stjórnarinnar, o. s. frv. o. s. frv.
Úr landsreikningi 1930:
Hér er um slíka námu að ræða,.
að enginn vegur er að nefna nema
örfá dæmi. En þeir, sem vilja
kynna sér, hvernig fjármála-
stjórn má ekki vera, ættu að fá
sér þennan landsreikning, og lesa
vel og vandlega athugasemdirnar
við hann og svör ráðherra. Þa&
var á þessu ári sem stjórnin.
greiddi úr ríkissjóði 25,7 milljón-
ir, en áætlunarupphæð fjárlag-
anna var 11,9 milljónir!
Eftirstöðvar hjá lnnheimtu-
mönnum ríkissjóðs voru í árslok
rúml. 800,000 kr. Er þessa getið-
vegna þess, að sí og æ var verið'
að guma af því, að þessi stjórn
hefði svo gott eftirlit, og hefir
varið til þess stórfé. — Til hælis-
ins á Litla Hrauni eru veittar
12,000 kr., en greiddar 82,000 kr..
Þá eru einum embættismanni,.
sem hafði hlaupið undir bagga
með Jónasi þegar honum lá á,.
borgaðar kr. 1,925 fram yfir há-
markslaun embættisins, og er hér
um verknað að ræða, sem manna
á milli heitir ákaflega ljótu nafni.
Þá er varið til Reykjahælis í ölf-
usi 50,000 kr., án allrar heimild-
ar, og þessi kostnaður skrifaður
hjá Landsspítalanum! Heimildin
handa Reykjahæli var 150,000'