Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 43
Stefnir]
Stjómmálaþættir.
41
hlóðum Framsóknar. Og árið
1930, þjóðhátíðarárið, rann loks
upp sú langþráða stund, er rógs-
herferðin bar þann árangur, sem
að var stefnt
Um þingtímann, sunnudaginn
2. febr., voru þingflokkarnir kall-
aðir saman á fundi og þar skýrt
frá því, að allt í einu hafi komið
upp sá kvittur, að íslandsbanki
væri hætt staddur. Mátti því bú-
ast við, að gerður yrði að honum
aðsúgur næstu daga og fé rifið út
í ofboði, en því treysti bankinn
sér ekki að mæta, og kvaðst því
ekki getað opnað næsta dag,
nema eitthvað væri gert til þess
að sefa ótta manna og útvega
honum fé. — Hafði bankaráðið
komið saman næsta dag á undan,
skrifað f jármálaráðherra og farið
fram á aðstoð. Setti það fram
tvær tillögur um aðstoð:
önnur var sú, að ríkið tæki
fulla ábyrgð á skuldbindingum
bankans eins og á Landsbankan-
um, og ábyrgðist auk þess IV2
miljón kr. lán til rekstrarfjár, en
hin var sú, að ríkið ábyrgðist inn-
lánsfé og fé í hlaupandi viðskift-
um, og auk þess 1Y2 miljón
rekstrarlán.
Jafnframt hafði stjórnin skip-
að menn til þess að framkvæma
skyndiskoðun á bankanum. Kom-
ust þeir að þeirri niðurstöðu, að
bankinn myndi eiga fyrir skuld-
um, en hafa tapað öllu hlutafé
sínu.
Með þessi gögn í höndum var
svo skotið á lokuðum fundi í þing-
inu á sunnudagskvöldið, og stóð
liann fram undir morgun. Voru
till. bankaráðsins þar ræddar, en
enginn þingmaður gerði þær þó
að sínum tillögum. Sjálfstæðis-
menn sýndu þá þegar fram á það,
hvílíkur voði vofði yfir, ef bank-
anum væri lokað fyrir fullt 0g
allt, bæði fyrir þjóðina og at-
vinnuvegi hennar. Þeir sýndu og
fram á, að tjón mikið myndi af
því hljótast, að loka bankanum
yfirleitt, og vildu láta vinda bráð-
an bug að því, að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess, að hægt
væri að opna bankann næsta
morgun. Bar Jón Þorláksson að
lokum fram svo látandi tillögu:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina, að gera nú þegar ráð-
stafanir til þess, að starfsemi Is-
landsbanka stöðvist ekki“. Lét
hann þau ummæli fylgja, að
Sjálfstæðisfl. myndi fylgja stjórn-
inni einhuga að hverjum þeim
ráðstöfunum, sem henni þættu
forsvaranlegar til þess að ná þess-
um tilgangi, og gat flokkurinn.
ekki betur boðið.