Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 46
44
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
þess að fá Ásgeir og fylgismenn
hans til þess að sleppa málinu frá
sér út úr deildinni, en efn dtild
þóttist stjórnin eiga vísa. Nefnd-
ina vildi ráðherrann ómögul.'ga
skipa, fyrr en málið væri komið
út úr deildinni, og kom þar enn
fram lævísin. Sósíalistar heimt-
uðu mann í nefndina, og yfirleitt
vildi stjórnin vera orðin óháð
þeim Ásgeiri og hans mönnum
áður en hún skipaði nefndina, því
aldrei var að vita nema þeir
heimtuðu að hún væri skipuð ó-
hlutdrægum mönnum.
Þetta hafði stjórnin í gjgn, og
var það stórmikil yfirsjón af Ás-
geiri og hans mönnum, að hulda
ekki málinu hjá sér, þar til þeir
höfðu fengið skilyrðum sínum
fullnægt. Strax, þegar málið
hafði verið afgreitt úr deildinni,
var nefndin skipuð. I henni var
sósíalisti, en enginn SjáliLtæðis-
maður.
Tillaga frá Sjálfstæðismönnum
um það, að fá nefndina skipaða
af óhlutdrægum aðilja, sem sé
bankastjórum Landsbankans var
feld.
Nú var auðvitað sjálfsagt, að
fresta málinu meðan nefnuin var
að starfa. En það sá nú á, að
stjórnin þóttist óhrædd, og herti
nú allt hvað af tók á málinu. —
Sjálfstæðismenn töfðu og r.-útuðu
um afbrigði. Eins og nú var kom-
ið gat ekkert vit verið í því, að af-
greiða frumvarp um skiftameð-
ferð á bankanum, fyr en rann-
sókn væri lokið. Og þó var nú
nýtt atriði komið inn í málíð, sem
enn meiru varðaði.
Á fundi 10. febr. hafði banka-
ráð íslandsbanka ákveðið að
útvega bankanum forgnngs-
hlutafé upp á eigin hönd úr því
að stjórnin vildi ekkert gera,
nema leggja bankann á högg-
stokkinn. Naut bankaráðið að-
stoðar Sveins Björnssonar við
þessa tilraun utanlands, en innan-
lands gerðust nú þeir atburðir,
að innstæðueigendur kusu nefnd,
er gekkst fyrir því, að safna inn-
anlands forgangshlutafé, eink-
um meðal þeirra, sem fé áttu inni
í bankanum. Gekk þessi innlenda
hlutafjársöfnun .svo vel, að á
fremur skömmum tíma fengust
nál. 2 milj. króna. Horfurnar er-
lendis voru heldur ekki svo slæm-
ar, og mun innlenda fjársöfnun-
in hafa ráðið miklu um það. —
Það gat ekki náð nokkurri átt,
að keyra nú eins og á stóð í gegn
um þingið frumvarp um gjald-
þrotaskifti. En stjórnin sat enn
við sinn keip. Leyfði hún að vísu
að málið færi í nefnd ef því væri