Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 52
50
St jórnmálaþættir.
[Stefnir
hvor.. Það er hærra en meðaltals-
laun biskups, landlæknis og ann-
ara þeirra, sem valdir eru til for-
stöðu fjölmennum embættisstétt-
um.
„Ritari“ í sömu stofnun hefiv
5.400, sem er hærra en byrjunar-
laun prófessora, sem þó eiga
einnig að vera valdir menn, með
afarlangt nám að baki, mennta-
skóla, háskóla og svo og svo langt
sérnám flestir eða embættisferil,
sem hefir sérstaklega gert þá
hæfa. Dósentar við háskólann,
sem svipað má segja um og pró-
fessora, ná ekki líkt því „aftapp-
ara“-launum til að byrja með eða
bílstjóra eða verkstjóra. Valdir
menn í kennarastöður ná ekki líkt
því upp til þeirra lægstu starfs-
manna við þessar stofnanir, að
ekki sé talað um presta, sem hafa
þó 10—11 ára nám. Þeir hafa
sennilgea varla sendisveinalaun
við þessar stofnanir!
Svona eru nú efndirnar.
„Skipulagningin“ lýsir sér vel
í því, að við útvarpið starfa 3 for-
stjórar með 27.000 krónum í
laun. Og þó mundi „skipulagn-
ingin“ sýna sig enn betur, ef
plássi væri eytt í það, að sýna
aukastörf margra ríkisstarfs-
manna og það, hvernig þau skift-
ast milli manna.
„Fækkunin“ sést aftur á móti
á því, að hér er f jölgað um tugi
starfsmanna, og hafa þeir sam-
tals yfir 300.000 kr. í árslaun.
Fleira skal ekki um þetta sagt
vegna þess að nú er nefnd að
starfa að þessum málum. Sjálf-
stæðisflokkurinn þurfti að komast
í þá aðstöðu, sem hann fékk við
síðustu kosningar, til þess að
rannsókn á þessu nauðsynjamáli
væri hafin.
Tvær aðferðir.
Hér að framan var það sýnt
með tölum, hve miklu fé var var-
ið úr ríkissjóði að meðaltali í
stjórnartíð Sjálfstæðismanna
1924—’27 og Framsóknarmanna.
1928—’31. Þar munaði hvorki
meira né minna en um 8 miljón-
um á ári að meðaltali. Þetta fór
með hag ríkissjóðs, eins og þar
var sýnt. En þetta hafði líka aðra
verkun, sem ef til vill er dálítið
huldari, en einmitt þess vegna
engu minna hættuleg en hin.
Á árunum 1928—’30 var mjög
mikið f jör í atvinnulífinu, og þeg-
ar svo er ástatt, leiðir það jafnan
til þess, að alls staðar er leitað að
vinnukrafti og peningum. Eftir-
spurn leiðir jafnan til verðhækk-
unar og þegar leitað er eftir vinnu
og peningum umfram framboð,.