Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 57
PÓLITÍSKT SÖGUÁGRIP
Formálsorð.
Hrun Framsóknarflokksins virð
ist hafa komið á óvart ýmsum
mönnum um land allt. í augum
þeirra, sem nær stóðu og höfðu
haft tækifæri til þess að fylgj-
ast með rás viðburðanna, var
þetta hrun aftur á móti ekkert
annað en söguleg nauðsyn, sem
miklu fremur var hægt að segja
að hefði dregist vonum lengur.
Af því að þetta flokkshrun er í
sjálfu sér mikill pólitískur við-
burður, sem hlýtur að hafa mjög
gagnger áhrif á gang málanna
á næstu tímum, og þó ekki síður
af því, að það varpar björtu ljósi
á ýmislegt í pólitískri sögu und-
anfarinna ára, verður hér í þess-
ari ritgerð leitast við að rekja í
fáum dráttum aðdraganda og or-
sakir þessa viðburðar. Mun
mönnum þá verða ljósara ýmis-
legt af því, sem gagnlegt er að
vita fyrir hvern þann, sem með
atkvæði sínu eða á annan hátt á
að hafa áhrif á úrslit mála og
íafl flokkanna í þinginu næsta
kjörtímabil.
Aðdragandi Framsóknarflokks-
ins.
Upptök Framsóknarflokksins
liggja í glundroða stríðsáranna
og allri þeirri upplausn, sem fór
í kjölfar ófriðarins. Heimastjórn-
arflokkurinn var orðinn kraftlítill
og Sjálfstæðisflokkurinn var klof-
inn í þversum og langsum. Þá
vaknaði sú hugsun hjá ýmsum
bændum, að heppilegt mundi
vera fyrir þá, að gera samtök sín
í milli um framgang þeirra mála,
sem þá varðaði sérstaklega. Það
er bændaflokkshreyfing þeirra
ára. Merki þessa sjást í þingkosn-
ingunum 1916. Þá komust á þing
nokkrir bændur, sem þessum
samtökum höfðu bundist. í fram-
boði voru þá líka aðrir bændur,
sem kölluðu sig ,,óháða bændur“.
Mun ágreiningurinn hafa verið
um það, hvort bændur ættu að
mynda beinlínis pólitískan flokk,