Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 58
56
Pólitískt SÖgTiágTÍp.
[Stefnir
eða að láta að mestu sitja við
það, að standa saman um áhuga-
mál bændastéttarinnar, en vera
að öðru leyti í hinum eldri póli-
tísku flokkum.
Tímanlega á árinu 1917 eign-
ast svo þessi hreyfing sitt blað
undir ritstjórn Guðbrands Magn-
ússonar, en undir árslokin tekur
Tryggvi Þórhallsson við ritstjórn-
inni. Þetta blað, sem þarna hóf
göngu sína, var Tíminn. I upphafi
er flokkurinn venjulega kallaður
„Vinstri menn“, og er blaðið þess
mjög hvetjandi, að efla og auka
flokkaskiftinguna í landinu. Sam-
bandslögin, sem bundu í svip
enda á sambandsmálið, hlutu að
gefa þessari, hugsun byr undir
vængi.
Um vorið hélt flokkurinn Þing-
vallafund, og sýnast þá þessar
tvær hreyfingar, Bændaflokkur-
inn og Óháðir bændur hafa verið
runnar saman. Upphaflega voru
með í þessum samtökum margir
þeir menn, sem áhuga höfðu á
málefnum bænda, en hurfu fljótt
frá, .er þeir sáu, hvert stefndi.
Kosningar fóru fram haustið
1919. Þá kom Framsóknarflokk-
urinn að 6 þingmönnum, og auk
þess náðu kosningu utan flokka
4 þingmenn, sem telja mátti hon-
um hlynta. 1 flokkaglundroða
þeim og samsteypustjórnum, sem
um þessar mundir voru efst á
baugi, var þessi flokkur heilmik-
ill kraftur. Átti hann menn í
stjórnum, fyrst Sigurð Jónsson og
síðar Maenús Jónsson lagapró-
fessor og Klemenz Jónsson, sem
voru fjármálaráðherrar hvor
fram af öðrum, næst áður en Jón
Þorláksson tók við 1924.
Flokkur þessi var í rauninni
tvíbentur frá upphafi. 1 Tíman-
um sást önnur hlið hans, ofsa-
fengin útbreiðslustefna, árásir á
andstæðinga með öllum meðulum,
illum og góðum og yfirleitt mjög
lík bardagaaðferð þeirri, sem
sósíalistar nota. En hin hliðin sást
í þingflokknum, sem á þessum ár-
um var rólegur en ekki mjög at-
kvæðamikill flokkur. En ekki leið
á löngu, að báðar hliðar flokks-
ins fengi fulltrúa á þingi. í lands-
kjöri 1922 er Jónas Jónsson kos-
inn, og í almennum kosningum ár-
ið eftir, 1923, eru þeir kosnir,
Tryggvi Þórhallsson og Ásgeir
Ásgeirsson. Hinn síðarnefndi
hafði þó látið lítið á sér bera, og
svo var einnig næstu árin.
Útsendarinn.
Engar skýringar þarf að gefa
hér á þeirri hlið þessa flokks, sem
rólegri var. Það var einkenni