Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 59
Stefnir]
Pólitískt sög’uágrip.
57
gamla bændaflokksins. En hvað-
an kom flokknum ofsinn og óró-
inn? Á því var gefin skýring frá
fyrstu hendi árið 1923. Þá kast-
aðist dálítið í kekki milli Fram-
sóknar og jafnaðarmanna og í
þeirri sennu kom grein í Alþýðu-
blaðinu undirrituð Z, en allir
vissu, að greinina hafði skrifað
Jón Thoroddsen stúdent, vafa-
laust gáfaðasti maður, sem hér á
landi hefir fylt flokk jafnaðar-
manna. Greinin er í blaðinu 31.
ág. 1923. Þar er þetta í:
„Það er reynsla annara
þjóða, að bændur skilja bezt
annan þátt þjóðnýtingarinnar,
samvinnuna, enda á hún aðal-
lega við atvinnuveg þeirra.
Greiðfærasta leiðín var því, að
gera þá að samvinnumönnum,
byg'gja á þeim grundvelli, sem
lagður hafði verið með kaup-
félögunum.
Það ráð var þess vegna upp
tekið, að stofna Framsóknar-
flokkinn, og valdist aðallega til
þess einn af þáverandi forvíg-
ismönnum jafnaðarmanna í
Reykjavík, Jónas Jónsson frá
Hriflu“. (Auðk. hér).
Hér er varpað svo skýru ljósi
yfir uppruna FVamsóknarflokks-
ins, sem frekast er unnt. Og hafi
nokkur verið í vafa um réttmæti
þessara orða, þá hafa síðustu við-
burðir hrakið þann efa á brott.
Flokkurinn er frá upphafi tví-
skiftur. Samtök bænda gegn
verzlunaránauð og viðleitni þeirra
að standa saman á þingi um á-
hugamál sín, lenda hér í upphafi
í þeirri gildru, sem klókir fylgis-
menn erlendrar valdastefnu
lögðu með atbeina „eins af for-
vígismönnum jafnaðarmanna".
öll saga flokksins hefir síðan
staðfest sannleika þessarar yfir-
lýsingar Jóns Thoroddsen. Til-
gangurinn var sá, að smala bænd-
um í flokk jafnaðarmanna.
Ihald sf lokksárin.
í kosningunum 1923 fengu
Framsóknarmenn 13 þingmenn
kosna. Með landkj. og auka-
kosningum komust þeir í 16 þing-
menn. Það var einhver ákjósan-
legasta aðstaða, sem hægt var að
ná fyrir flokk, sem var í upp-
siglingu. Hann þurfti ekki að
taka á sig ábyrgðina á stjórn
landsins, en hafði á hinn bóginn
sterka aðstöðu. íhaldsfloklcurinn
tók við fjárhagnum í megnustu
óreiðu og hafði veikt þingfylgi.
Þó tókst stjórnin svo giftusamlega
þessi árin, að hefði verið haldið
áfram á þeirri braut, væri landið
nú að mestu eða alveg skuldlaust.