Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 61
■'Stefnir]
Pólitískt sögnágrip.
59
og í því síðara gerðu Framsókn-
armenn bandalag við jafnaðar-
menn út frá þeirri góðu reglu, að
„allt væri betra en fhaldið". Þessi
fyrsta tilraun mislukkaðist að
vísu, því að maðurinn féll, en með
henni var þó það unnið, að flokks-
mennirnir höfðu fengist inn á
þá braut, sem þeir áttu að ganga
í framtíðinni, samkvæmt hlut-
verki J. J. Enda leið nú óðum að
því, að meira þyrfti á þjónustu
þeirra að halda.
Eftir kosningarnar 1927.
f kosningunum 1927 fengu
Framsóknarmenn 17 þingmenn
kosna. Við það bættust 2 lands-
kjörnir og einn utanflokkamað-
ur, og voru þeir þá 20 saman. Og
Jiú var snúið sér til bandamann-
anna um stuðning. Jafnaðarmenn
voru nú 5 á þingi, og lofuðu þeir
hlutleysi, enda var það nóg, því
að nú voru Sjálfstæðismenn ekki
nema 16. Ekki var neitt látið uppi
um kaupsamninginn, enda var
víst hlutleysið ekki tímabundið að
neinu leyti, svo að jafnaðarmenn
höfðu líf stjórnarinnar í hendi sér.
Verður sennilega aldrei kunn-
ugt, hvernig hér var samið, enda
gerir það minnst til. Saga næstu
áranna er nægilega skýr til þess
að sýna, hvert raunverulega var
stýrt. Hefir Þorsteinn Briem, ráð-
herra, sagt í ritgerð fjölritaðri,
sem hann sendi allvíða, að
Tryggvi Þórhallsson hafi orðið að
kaupa jafnaðarmennina upp aft-
ur og aftur á árunum 1927, ’28,
’29 og ’30 þar til þeir sviku 1931.
Hefir þó sennilega frekar stafað
af því, að þá var lítið orðið til þess
að borga þeim með.
Enginn efi er á því, að tvískift-
ing sú, sem frá upphafi Var í
Framsóknarflokknum, hefir kom-
ið í ljós í þessu makki öllu, þó að
ekki væri látið brjótast út á yf-
irborðinu. Sást þetta glöggt á
fyrstu atkvæðagreiðslunni, þegar
skarst í odda milli jafnaðar-
manna og annarto á þingi, um
kosning Jóns A. Jónssonar. Þá
fylgdi Jónas Jónsson ásamt 5
flokksmönnum sínum, jafnaðar-
mönnum, Magnús Kristjánsson,
r.ieð aðra 5 með sér, greiddi at-
kvæði á móti þeim, en 8 sátu hjá
með hinn mikla sáttasemjara
Trvggva Þórhallsson í broddi
fylkingar.
Jafnaðarmannastjórnin.
í bæklingnum „Frá Alþingi
1928“ hefir verið sagt greinilega
frá uppvöðslusemi jafnaðar-
manna á þessu þingi. Eitt sveita-
kjördæmi var svift þingmanni