Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 73
Stefnir]
Pólitískt sögnágrip.
71
3. Allar meiri háttar stjórnar-
athafnir séu ræddar á sameigin-
legum ráðherrafundi.
Skriflegt svar óskast.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins.
Jón Baldvinsson
forseti.
Héðinn Valdimarsson
varaforseti.
Stefán J. Stefánsson
ritari.
(Allar auðk. gerðar hér).
Ekki voru menn sammála í
Framsókn um þetta bréf. Loks var
þó gerð fundarsamþykkt um
þetta eftni, og kemur hún fram í
bréfi því, sem hér fer á eftir. Er
sagt, að 5 þingmenn hafi verið á
móti einhverju í samþykktinni,
en þrír af þeim (allir nema Jón
í Stóradal og Hannes JónssonÚ
beygðu sig fyrir meiri hlutanum
og voru því til í allt. Að þetta er
rétt mun og verða sýnt enn skýr-
ar síðar. En hér er nú bréfið:
Bréf Framsóknarflokksins.
Út af bréfi Alþýðusambands ls-
lands dags. 31. f. m., þar sem Al-
þýðuflokkurinn gefur Framsókn-
arflokknum kost á samvinnu um
bráðabirgðastjórn, er sitji fram
yfir næstu kosningar, með viss-
um skilyrðum, sem tilgreind eru
í bréfinu, og að því tilskildu að
samkomulag verði um hverjir
stjórnina skipa og hvernig þeir
skifta með sér verkum, tekur
Framsóknarflokkurinn fram eft-
irf arandi:
Flokkurinn vill ganga til sam-
starfs við Alþýðuflokkinn um
myndun bráðabirgðastjórnar á
þeim grundvelli, sem lagður er
með ofannefndu bréfi Alþýðu-
sambands Islands, þó þannig:
1. Að um kaupgjald við ríkis-
sjóðsvinnu verði samið af Al-
þýðusambandi Islands og ríkis-
stjórninni, og sé kaupgjaldið á
hverjum stað ákveðið með hlið-
sjón af viðurkenndum kauptaxta
verkalýðsfélags innan Alþýðu-
sambandsins í héraðinu. Vinnunni
sé hagað þannig, að hún verði
einkum til atvinnu-aukningar í
þeim héruðum eða landshluta,
þar sem hún er unnin.
2. Að þingmenn Alþýðuflokks-
ins ásamt Framsóknarflokknum á
Alþingi komi í veg fyrir að heim-
ild sú, er felst í lögunum nr. 1, 8.
marz 1920 til að takmarka eða
banna innfluttning á óþörfum
varningi, verði rýrð. Bráðabirgða-
stjórnin noti heimild þessara
laga á þeim grundvelli, sem lagð-
ur er með reglugerð um tak-
mörkun á innfluttningi á óþörfum