Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 77
Stefnir]
Pólitískt söguágrip.
75
væntanlega Framsóknarmönn-
nm tveim og Jafna'ðarmanni.
Eins og atkvæðagreiðslan bar
með sér, var full eining um það
innan Framsóknarflokksins, að
svifta Sjálfstæðisflokkinn völdum
innan þingsins. Og um bitt var
jafnmikil eining, að það sem ætti
að ráða gerðum flokksins væri
það eitt, að standa sem sterk-
astir við kosningarnar, til þess
að fyrirbyggja þá hættu, að
Sjálfstæðismenn næðu meiri
hluta.
Efnislega voru því allir sam-
mála. En um hitt voru skiftar
skoðanir, á hvern hátt sköpuð
yrði sterkust kosningaaðstaðan,
hvort heldur með því, að mynd-
uð yrði samsteypustjórn með
Jafnaðarmönnum, eða með því,
að flokkurinn gengi sambanda-
laust til kosninganna.
Komu þar og til greina ýms
atriði, sem nú skal nánar um rætt
að nokkru.
Verðgildi peninganna.
,,Að sjálfsögðu var jafnhliða
rætt um verkefni hinnar nýju
samsteypustjórnar, ef til kæmi.
Eitt af því, sem var að skilyrði
gert, að ný samsteypustjórn
framkvæmdi, var það, að halda
núverandi verðgildi peninganna.
Þetta mál hefir verið hið mesta
deilumál. Framsóknarmenn munu
hafa verið sammála um það, að
sú gengishækkun, sem Jón Þor-
láksson framkvæmdi haustið
1925, með aðstoð Landsbankans,
hafi verið bæði ranglát og þjóð-
inni stórskaðleg. En samkomu-
lag hefir ekki getað orðið um hitt,
hvort nú bæri að leiðrétta þetta.
Eg er sannfærður um það, að
núverandi ástand, er framleið-
endurnir eru sviftir umráðarétti
yfir andvirði framleiðslu sinnar
og skyldaðir til að láta það af
hendi við verði, sem ákveðið er,
án alls tillits til kostnaðarins við
framleiðsluna — þetta er bæði
ranglátt og hættulegt fyrir þjóð-
félagsheildina.
Eg tel, að í fyrra hafi átt að
fella íslenzku krónuna í verði,
fella skuldirnar í verði, en rétta
hlut framleiðendanna til lands
og sjávar. Hefði þá mátt minnka
kreppuráðstafanirnar. — Reyndi
mjög á um þetta í fyrra, en fékkst
því miður ekki framkvæmt.
Verkakaupið.
„Annað, sem var að skilyrði
gert, í sambandi við stofnun nýrr-
ar samsteypustjómar, voru á-
kvarðanir um hækkun á kaupinu
í opinberri vinnu, aðallega vega-