Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 80
78
lyktar Framsóknarflokkurinn að
lýsa yfir eftirfarandi:
Samstarfi því, sem hefir átt sér
stað við Sjálfstæðisflokkinn er nú
að fullu og öllu lokið. Er því nú
beint til Framsóknarflokksins af
hvorum fyrir sig, Sjálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum, að
efna til samstarfs um stjórn eða
stjórnarmyndun. En Framsóknar-
flokkurinn ætlar sér ekki að
stofna til neinna slíkra sam-
banda, heldur að berjast fyrir
stefnumálum sínum einn og
sainningalaust við .aðra flokka,
við þær kosningar, sem nú fara í
hönd. Telur flokkurinn, að svo
bezt sé gætt stefnu flokksins, og
líklegast til fulls sigurs við kosn-
ingarnar. Ályktar flokkurinn
jafnfram að ráðherrar hans í
samsteypustjórninni skuli nú
beiðast lausnar.“
Hvað er framundan?
„Enginn veit með vissu, hvað
við tekur um landsstjóruina,
þessa fáu mánuði, sem óliðnir
eru til kosninganna.
En það skiptir minnstu máli.
Við kosningarnar verður lagður
grundvöllur að stjórnmálalífinu
í fjögur ár.
Framsóknarflokkurinn mun
búa sig undir að vinna þær kosn-
[Stefnir
ingar svo glæsilega, sem frekast
er unnt.
Efst á stefnuskrá hans, af þeim
framkvæmdamálum, sem næst
liggja, verður: Skipulagning á
sölu landbúnaðarafurðanna inn-
anlands, til hækkunar á verði því,
sem bacndurnir fá fyrir afurðirn-
ar.
Vafalaust er, að Framsóknar-
menn munu einhuga til þess
hugsa, að stofna til hækkunar og
þar með til lífskjarabóta fyrir al-
þýðuna í heild sinni, verkamenn-
ina í kaupstöðum og bóndann í
sveitum.
í því tilefni er gott að feta í
fótspor frændþjóðanna tveggja
áðurnefndu, og er ekki ósenni-
legt, að við verðum þá um það
bil samferða Norðmönnum líka“.
Þorsteinn Briem talar.
Hér sjá menn þá svart á hvítu,
hvers er að vænta af þessum
„Bændaflokki“, því að væntan-
lega fara menn ekki að væna for-
ingja hans um yfirdrepsskap í
þessu.
Enda má staðfesta þetta með
annari heimild, h. u. b. mánuði
yngri eða frá 20. des. sama árs.
Er það fjölrituð ritgerð, sem anfl-
ar foringi flokksins, Þorsteinn
Briem ráðherra sendi mjög víða
Pólitískt söguágrip.