Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 82
80
stíga. Þetta gerðist síðasta dag
þingsins.
Nokkru síðar sögðu sig svo úr
flokknum þeir Tryggvi Þórhalls-
son og Halldór Stefánsson, og
ennfremur Þorsteinn Briem ráð-
herra. Og enn síðar hefir enn-
fremur foröætisráðherrann, Ás-
geirÁsgeirsson lýst því yfir, að
hann byði sig ekki fram ,,sem
skipulagsbundinn Framsóknar-
mann“, sem væntanlega þýðir
ekki minna en það, að hann sé
farinn hálfur úr flokknum.
Rústimar.
Um áramótin síðustu skrifaði
Jón Þorláksson yfirlitsgrein um
stjórnmálin á liðna árinu. Lýsir
hann því þar, hvernig megin gall-
ar stjórnarskrárinnar nýju stafa
af því, að Framsókn vildi ekki
stofna í hættu neinu af þeim 23
þingsætum, sem hún hafði hlotið
í kosningunum 1931. Það var ekki
verið að skygnast um eftir því
fyrirkomulr.gi, sem bezt myndi
verða þjóðinni í heild, heldur að
[Stefnir
eins horft á fylgi Framsóknar.
Síðan segir hann:
„Síðan hefir nú rás viðburð-
anna andað á þessa spilaborg
eiginhagsmunanna. Af þessum
23 hefir einn dregið sig í hlé fyrir
aldurs sakir, og annar af ástæð-
um, sem bezt er að tala sem
minnst um. Fimm liggja í valn-
um, fallnir við kosningarnar,
tveir eru reknir og tveir farnir.
Einn nýliði hefir bætst við, og
hrekkur skammt til að fylla í öll
skörðin. Eftir situr í flokknum
einn forsætisráðherra og svo 12
þingmenn aðrir, sem hafa lýst
opinberlega fullkominni vanþókn-
un á ráðuneyti hans.“
Við þetta má bæta því, að nú
er þessi ráðherra líka farinn, og
hinn ráðherrann, sem er utan
þings, sömuleiðis farinn.
Svona endar þá þetta pólitíska
söguágrip. Aldrei hefir pólitísk-
ur flokkur á Islandi unnið verra
verk en Framsókn, og makleg
málagjöld hefir hún fengið.
Pólitískt söguágrip.