Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 83
FJÁRHAGUR REYKJAVÍKUR
Fjármálastjórn Framsóknar og
sósíalista hefir verið lýst hjer að
framan, og hefir þar sumsstaðar
verið vikið að þeim vandræðalegu
vörnum, sem þeir hafa borið
fram. Þeir hafa reynt að venda
og bylta tölum landsreikning-
anna á ýmsa lund. Þeir hafa um-
turnað formi landsreikninganna
til þess að gera samanburð allan
erfiðari og „punta upp á“ rekstr-
arafkomuna. Þeir hafa bent á'
allar „framkvæmdirnar" o. s. frv.
En þegar þeir haa verið hraktir
úr öllum sínum upphrófluðu
virkjum, hafa þeir snúið sér að
því götudrengjaráði, að segja:
„Þú ert ekkert betri sjálfur, og
er dæmi Reykjavíkur þar skýrast.
Þar hafa Sjálfstæðismenn farið
með völdin alla tíð og þar er nú
allt í fjárhagslegum voða. Þetta
sýnir, að Sjálfstæðismenn hafa
ekki kunnað nokkurn hlut betur
að stjórna en við“.
Það er alveg satt, að Sjálfstæð-
ismenn hafa haft aðstöðu til þess
að stjórna fjármálum Reykjavík-
ur, og samanburður í þessum efn-
um er því laukréttur. En það er
bara hætt við, að Framsókn og
sósíalistar græði ekki mikið áþeim
samanburði. Því að það dugar
ekki að fara að eins og þeir hafa
gert, að lýsa því einu, hve mjög
gjöld hafi farið hækkandi í
Reykjavík á síðustu 10 árum,
heldur verður þá samtímis að
gæta þess, hve fólksfjöldi hefir
aukist og umsetning öll.
Til þess að taka af allan efa í
þessu efni og sýna samanburðinn
á Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis-
menn hafa stjórnað og svo land-
inu, þar sem Framsókn og sósíal-
istar hafa ráðið, skal birta hér
útdrátt úr opinberri skýrslu, um
fjárhag Reykjavíkur, sem samin
hefir verið á ensku í sambandi við
fjáröflun í Englandi til Sogsvirkj-
unarinnar. Tölur þeirrar skýrslu
mun áreiðanlega enginn reyna að
vefengja, því að hún er samin án
tillits til allra pólitískra væringa,
6