Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 86
84
Fjárhagur Reykjavíkur.
[Stefnir
annars þess háttar hafa verið
mjög fjárfrekar, og væri bærinn
fyrir löngu sokkinn á kaf í skulda
fen, ef hér hefðu setið að völdum
álíka fáráðlingar og þeir, sem
Jandinuu stjórnuðu eftir 1927. En
hvað segir reynslan?
Gjöldin hafa verið mikil, en
þó ekki nándamærri eins þung-
bær og í ýmsum öðrum sveita- og
bæjarfélögum. Má sjá dæmi þess
í greinninni um fjármál Isafjarð-
ar. Jafnvel Akureyri er fullum
þriðjungi hærri.
Skattsk. Skattsk.
Ár eign tekjur Útsvör “/o af
mill. kr. mill.kr. mill. kr. tekjum
1928 49.9 24.1 1.56 6.5%
1929 52.0 27.0 1.60 5.9—
1930 56.3 29.3 2.00 6.8—
1931 55.7 26.2 2.19 8.4—
1932 60.7 24.9 2.08 8.3—
Byrðarnar hafa hlutfallslega
þyngst frá 1928, úr 6.5% í 8.3%.
En sú hækkun á hlutfallstölunni
stafar ekki aðeins af hækkunum
útsvarann fram yfir fólkfjölgun-
ina, heldur af hinu, að tekjurnar
hætta að vaxa. Stafar þetta vafa-
laust að talsverðu leyti frá þeim
ógurlegu skattþvingunum, er rík-
'ið hefir beitt á þessu árabili. —
Samanburðurinn á fjármála-
stjórn bæjarins og ríkisins kemur
þó skýrast í ljós ef athugaður er
hagur bæjarfélagsins ásamt þeim
stofnunum, sem bærinn á, og rek-
ur að öllu leyti fyrir eigin reikn-
ing. Sú skrá lítur þannig út:
Ár Eignir mill. kr. Skuldir mill. kr. \Skuldl. eign mill. kr.
1922 15.8 10.3 5.5
1923 15.8 10.3 5.5
1924 16.1 9.2 6.9
1925 16.2 8.8 7.4
1926 16.9 9.3 7.6
1927 17.2 9.4 7.8
1928 18.0 8.9 9.1
1929 19.7 9.6 10.1
1930 20.9 9.5 11.4
1931 21.9 9.4 12.5
1932 22.4 9.1 13.8
1933 23.0 8.1 14.3
Þessi tafla sýnir, að frá 1922
hafa eignir bæjarins aukist úr
15.8 milljónum króna í 23.0 eða
um 7.2 milljónir króna, en á tama
árabili hafa skuldimar lækkað
um 2.1 milljón krónur, svo að
hagur bæjarins hefir batnað um
9.3 milljónir króna.
Það er ekki furða þó að þeim
mönnum, sem steyptu landinu í
fjárhagsvoðann og skuldafenið,
finnist þetta hroðaleg fjármála-
stjóm!