Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 87
FJARSTJÓRN ÍSAFJARÐAR.
Hér að framan hefir nú verið
gerður samanburður á fjárstjórn
landsins undir stjórn Framsóknar
og sósíalista annars vegar og
Reykjavíkurbæjar undir stjórn
Sjálfstæðismanna hinsvegar.
Til þess að fá enn einn saman-
burð, hefir Stefnir aflað sér nokk-
urra upplýsinga um stjórn bæjar-
mála, þar sem sósíalistar hafa ráð-
ið, og er þá elsta og skýrasta dæm-
ið að finna á ísafirði.
Baejarfyrirtœki.
1. KúabúiS. Samkvæmt bæjar-
reikningum árin 1927—33 hafa
brúttótekjur (þar með talinn jarð-
ræktarstyrkur frá ríkissjóði)
numið kr. 232.000.00 en gjöldin,
þar með taldir bókfærðir vextir,
hafa á sama tíma numið kránum
347.000.00 (Lægri tölum en þús.
fileppt í báðum tilfellum). — Mis-
munur: kr. 115.000.00.
Til jarðræktar hefir verið varið
um 50 þús. krónum.
Vextir hafa búinu ekki vejið
reiknaðir nema af sem svarar 30
þús. kr. auk afgjalda jarðanna,
eins og það var áður. Vantaldir
vextir af því fé, sem í fyrirtækinu
stendur nema um 20 þús. kr. og
ef búið hefði borið útsvar félaga,
mundi sú upphæð nema minnst 8
þúsund krónum á þessum árum.
Kúabúið, fyrir utan jarðimar
Seljaland og hálfa jarðeign bæj-
arins í Tungu, það er fjós, hlaða,
jarðabætur, gripir og áhöld, kost-
ar bæinn samkvæmt bæjarreikn-
ingunum um 115 þús. kr., auk þess
eru vantaldir vextir af útlögðu fé
úr bæjarsjóði um 20 þús. krónur.
Jarðir þær, sem búið notar eru
taldar um 25 þús. kr. Þetta bá
kostar þá bæinn um 160 þúsund
Icrónur.
Raunverulegt verð eða söluverð
mundi vart vera meira en 80 þús.
kr. og reksturinn gæti ekki borið
vexti af hærri upphæð. Tapið má
því áætla 80 þús. kr. og er þá ekk-
ert tillit tekið til útsvars af rekstr-
inum, ekkert reiknað reiknings-