Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 95

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 95
Stefnir] Kraftaverk Andkrists. 93 voru ekki þúfur, það voru kind- ur. Hún var á gangi milli stórra, sofandi sauðahjarða. Nú tók hún eftir eldi hjarð- mannanna, og hún beindi göngu sinni þangað. Fjárhirðarnir lágu sofandi við eldinn, við hlið þeirra lágu stafir þeirra, langir og odd- hvassir, — þeir notuðu þá til að verja hjörðina gegn villidýrum. En hin smávöxnu dýr, með leiftrandi augun og loðnu skott- in, sem læddust fram að eldin- um, voru það ekki refsbræður? Samt slöngvuðu hjarðmennirnir ekki stöfum sínum á eftir þeim, hundarnir rumskuðu ekki, kind- urnar flýðu ekki, og villidýrin lögðust til hvíldar við hlið mann- anna. Þetta var það, sem valvan sá, en hún vissi ekkert um það, sem fram fór á fjallshæðinni að baki henni. Hún vissi ekkert um, að menn reistu þar altari, kveiktu fórnareld, stráðu reykelsi, og að keisarinn tók aðra dúfuna út úr búrinu og bjóst til að fórnfæra henni. En hendur hans voru sem dofnar, — hann gat ekki haldið fuglinum. Með einu vængjablaki flaug dúfan úr greipum hans og hvarf út í náttmyrkrið. Er þetta varð, litu hirðmenn- irnir grunsemdaraugum til gömlu völvunnar. Þeir héldu, að slys þetta stafaði af henni. Hvernig áttu þeir að vita, að valvan hugði sig enn standa við kolaeld hjarðmannanna, og að hún var að hlera eftir daufum óm, sem kom titrandi gegn um hina helþöglu nótt? Hún heyrði óminn lengi, áður en hún gáði þess, að hann barst ekki frá jörð- unni, en úr loftinu. Loks lyfti hún höfði sínu, og sá þá bjartar, skínandi verur renna fram uppi í myrk'rinu. Þetta voru smáir hópar engla, þeir sungu yndis- lega, og flugu fram og aftur yfir sléttlendinu, eins og þeir væru að leita einhvers. Einmitt á meðan valvan hlust- aði á söng englanna, bjó keisar- inn sig undir nýja fórnarathöfn. Hann þvoði hendur sínar, hreins- aði altarið og lét fá sér hina dúf- una. En hversu sem hann reyndi til hins ýtrasta að halda henni fastri, rann hinn háli kroppur dúfunnar úr hendi hans, og fugl- inn sveiflaði sér upp móti hinum dimma næturhimni. Keisarinn varð óttasleginn. Hann kastaði sér niður á kné fyr- ir framan hið auða altari og bað verndarvætti sína ásjár. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.