Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 95
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
93
voru ekki þúfur, það voru kind-
ur. Hún var á gangi milli stórra,
sofandi sauðahjarða.
Nú tók hún eftir eldi hjarð-
mannanna, og hún beindi göngu
sinni þangað. Fjárhirðarnir lágu
sofandi við eldinn, við hlið þeirra
lágu stafir þeirra, langir og odd-
hvassir, — þeir notuðu þá til að
verja hjörðina gegn villidýrum.
En hin smávöxnu dýr, með
leiftrandi augun og loðnu skott-
in, sem læddust fram að eldin-
um, voru það ekki refsbræður?
Samt slöngvuðu hjarðmennirnir
ekki stöfum sínum á eftir þeim,
hundarnir rumskuðu ekki, kind-
urnar flýðu ekki, og villidýrin
lögðust til hvíldar við hlið mann-
anna.
Þetta var það, sem valvan sá,
en hún vissi ekkert um það, sem
fram fór á fjallshæðinni að baki
henni. Hún vissi ekkert um, að
menn reistu þar altari, kveiktu
fórnareld, stráðu reykelsi, og að
keisarinn tók aðra dúfuna út úr
búrinu og bjóst til að fórnfæra
henni. En hendur hans voru sem
dofnar, — hann gat ekki haldið
fuglinum. Með einu vængjablaki
flaug dúfan úr greipum hans og
hvarf út í náttmyrkrið.
Er þetta varð, litu hirðmenn-
irnir grunsemdaraugum til gömlu
völvunnar. Þeir héldu, að slys
þetta stafaði af henni.
Hvernig áttu þeir að vita, að
valvan hugði sig enn standa við
kolaeld hjarðmannanna, og að
hún var að hlera eftir daufum
óm, sem kom titrandi gegn um
hina helþöglu nótt? Hún heyrði
óminn lengi, áður en hún gáði
þess, að hann barst ekki frá jörð-
unni, en úr loftinu. Loks lyfti
hún höfði sínu, og sá þá bjartar,
skínandi verur renna fram uppi
í myrk'rinu. Þetta voru smáir
hópar engla, þeir sungu yndis-
lega, og flugu fram og aftur yfir
sléttlendinu, eins og þeir væru
að leita einhvers.
Einmitt á meðan valvan hlust-
aði á söng englanna, bjó keisar-
inn sig undir nýja fórnarathöfn.
Hann þvoði hendur sínar, hreins-
aði altarið og lét fá sér hina dúf-
una. En hversu sem hann reyndi
til hins ýtrasta að halda henni
fastri, rann hinn háli kroppur
dúfunnar úr hendi hans, og fugl-
inn sveiflaði sér upp móti hinum
dimma næturhimni.
Keisarinn varð óttasleginn.
Hann kastaði sér niður á kné fyr-
ir framan hið auða altari og bað
verndarvætti sína ásjár. Hann