Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 103
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
101
Soffiubúð.
S. JÓHANNESDÓTTIR
Reykjnvik og ísafirði
hafa west úrval af álnavöru, bæöi til fatnaðar og heimilis-
ftarfa. Tilbúinn fatnaöur fyrir konur, harla, unglinga og bórn.
Sérstaklega er mælt meö Kasemirsjölum, Tvílitum sjölum,
Pey8ufatakápum, AlklæÖi, Silkisvuntum og Slifsum, Kjólkáp-
um og Kjólum, Regnkápum, Karlmannafötum bláum og mislit-
um, Regn- og Rykfrökkum, Nærfatnaöi. — Vörur sendar gegn
póstkröfu um allt land. Takiö fram viö kunningja yöar, sem
þér felið aö kaupa fyrir yöur vörur í Rvík, að koma við í
Soffíubúð.
Reykjavikuraímar 1887—231,7. Ísafjaröarsímar 21—í2.
hún varð einsömul eftir í bæna-
húsinu. En er hann kom aftur,
hafði hún framið helgiránið. Hún
hafði tekið hið heilaga líkan, er
gætt var valdi til að gera krafta-
verk, í sínar hendur, en sett hið
stælda, hið vanmáttka líkan á
þess stað.
Munkurinn varð einskis var um
býttin. Hann lokaði altarinu, er
nú geymdi fals-líkanið, með jám-
hurð og tvöföldum lásum, og
enska konan hélt heim með dýr-
grip Aracoeli-kirkjunnar. Hún
setti hann upp í höll sinni á fót-
stall af marmara og var nú sælli
en hún hafði nokkru sinni verið
áður.
Uppi á Aracoeli, þar sem eng-
inn vissi neitt um tjón það, er
þeir höfðu beðið, tignuðu menn
hið falsaða Krist-líkan á sama
hátt og menn áður höfðu tilbeðið
hið rétta, og er leið að jólum,
útbjuggu menn, svo sem venja
var, hina fegurstu hvelfing í
kirkjunni. Þar lá það í kjöltu
Maríu, glitrandi sem gimsteinn,
og umhverfis það var raðað
hjarðmönnum, englum og vitring-
um frá Austurlöndum. Og á með-
an hvelfingin stóð með þessum út-
búnaði, komu börn frá Róm og
nágrenni hennar, og þeim var
lyft upp á lítinn predikunarstól í
kirkjunni, og þaðan predikuðu